„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 16:21 Hjördís segist skilja sátt við reksturinn. Aðsend Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum. „Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni. Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
„Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni.
Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira