„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 16:21 Hjördís segist skilja sátt við reksturinn. Aðsend Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum. „Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni. Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Ég sneri lyklinum í gær þegar ég var búin að klára lagerinn,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Hún auglýsir veitingastaðinn og húsnæðið nú til leigu með vörumerkinu, mataruppskriftum, heimasíðu og öðru tilheyrandi. Einnig stendur áhugasömum til boða að hefja annars konar atvinnurekstur í húsnæðinu. Reiðhjólaviðgerðamaðurinn Jacek Pol sem var með aðstöðu hjá Bike Cave starfar áfram á sínum vegum undir merkjum Hjólhests. „Ég er búin að vera með atvinnurekstur í þessu húsi í vel yfir tuttugu ár. Ég bý fyrir ofan og vildi taka þann kostinn að vera til staðar fyrir börnin mín þó ég væri á næstu hæð fyrir neðan,” segir Hjördís. Nú séu börnin komin á aldur og nýlega hafi henni boðist áhugavert starf sem hún vilji ekki greina frá að svo stöddu. Fyrst tók Hjördís við rekstri hverfisverslunarinnar Skerjavers árið 2000 ásamt handboltamanninum Stefáni Halldórssyni heitnum og síðar framleiddu hjónin Best á kryddblöndurnar í sama húsnæði við Einarsnes 36. Verða áfram á sínum stað Hjördís segir að seinni hluti kórónuveirufaraldursins hafi verið mikil rússíbanareið fyrir veitingabransann. „Einn daginn er allt í lagi, svo koma fimm dagar sem eru alveg glataðir og svo koma tveir sem eru í lagi og svo framvegis.” Þá hafi hún hugsað sig tvisvar um þegar stjórnvöld hækkuðu tryggingagjaldið aftur um síðustu áramót eftir að hafa lækkað það tímabundið út 6,35 prósentum í 6,1 prósent. „Þegar manni býðst vinna út í bæ og veit að maður fær borguð launin sín þá er alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjargbrúninni,“ segir Hjördís. Óvissa ríkir enn um framtíð staðarins.Bike Cave Hún bætir þó við að faraldurinn hafi ekki farið mjög illa með reksturinn og hún skilji ekki eftir sig skuldahala þrátt fyrir að hafa ekki fullnægt skilyrðum stjórnvalda fyrir stuðningi vegna efnahagsáhrifa faraldursins. „Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa haft mörg ungmenni héðan úr hverfinu í vinnu og fengið tækifæri til að kenna þeim að vinna.“ Hjördís segir að fjölskyldan skilji nú sátt við reksturinn og ný tækifæri taki við. Sem fyrr verði hægt að finna þau á efri hæðinni.
Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira