Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Í samanburði við árið 2019 hefur skráðum gistinóttum fækkað um 39%. Þar af nemur fækkunin um 46% á hótelum, 36% á gistiheimilum og 30% á öðrum tegundum gististaða.
Gistinætur á hótelum og gistiheimilum árið 2021 voru um 3,3 milljónir, þar af 2,5 milljónir á hótelum, og um 1,8 milljónir á öðrum tegundum skráðra gististaða á borð við íbúðagistingu og orlofshús.
Margfalt fleiri gistinætur í desember
Í desember síðastliðnum voru gistinætur á skráðum gististöðum 307.500 samanborið við 44.000 árið áður. Íslenskar gistinætur voru um 26% gistinátta eða um 78.900 og þær erlendu um 228.700. Íslensku gistinæturnar jukust um 67,8% á milli ára en þær erlendu um 32,2%.
Í samanburði við desember 2019 fækkaði gistinóttum í desember um 30,9%. Þar af nemur fækkunin um 34% á hótelum, 38% á gistiheimilum og 16% á öðrum tegundum gististaða.
Framboð hótelherbergja í desember jókst um 76% frá desember 2020. Herbergjanýting á hótelum var 33% og jókst um 26,2 prósentustig frá fyrra ári.