Úganda: Unnið að úrbótum í vatnsmálum í nýju samstarfshéraði Heimsljós 31. janúar 2022 11:34 Nýuppgert vatnsból Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðgengi íbúa Namahyingo héraðs í Úganda að neysluvatni. Í þessu nýja samstarfshéraði Íslendinga eru úrbætur á því sviði ofarlega á blaði hjá héraðsstjórninni. Vatnsmál eru í miklum ólestri í héraðinu og algengt að fólk sæki mengað vatn í polla með tilheyrandi heilsufarsvandamálum. Verkfræðingur á vegum sendiráðs Íslands og héraðsstjórnarinnar fann leið til að grafa upp eitt af vatnsbólunum. Það er með uppsprettuvatni, en mengað af dýrum og mönnum. Steypt var í kringum vatnsbólið, vatnið leitt í stokk með fimm hreinsanlegum síum og þar streymir nú út um þriggja tommu rör hreint neysluvatn allan sólarhringinn. „Öll aðstaða til að sækja vatnið er til fyrirmyndar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi. „Tuttugu lítra brúsi fyllist á augabragði og konurnar sem sækja vatnið eru himinlifandi.“ Endurnýjuð borhola Sambærilegar endurbætur hafa verið gerðar á sex vatnsbólum og héraðsstjórnin hefur óskað eftir endurgerð sex annarra. Vinna við þau vatnsból er þegar hafin. Af hálfu sendiráðsins hefur einnig verið unnið í Namahyingo að því að gera upp fimmtíu borholur sem höfðu drabbast niður og stóðu ónothæfar. Sumar borholurnar höfðu staðið ónotaðar um langt árabil en þær hafa nú verið gerðar upp, endurklæddar og handpumpum komið fyrir. Konur sækja vatn í brunninn Úrbæturnar leiða strax til þess að aðgengi þúsunda íbúa að hreinu neysluvatni hefur batnað á mörgum stöðum í héraðinu og þar með fækkar löngum ferðum kvenna og stúlkna eftir vatni. Namayhingo hérað er í Úganda austanverðu og heitir eftir héraðshöfuðborginni. Héraðið liggur að Viktoríuvatni og áherslan í samstarfi Íslands við héraðsstjórnina er á umbætur í grunnþjónustu við íbúa fiskiþorpanna við vatnið. Vatnsból í Namayingo Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent
Verkfræðingur á vegum sendiráðs Íslands og héraðsstjórnarinnar fann leið til að grafa upp eitt af vatnsbólunum. Það er með uppsprettuvatni, en mengað af dýrum og mönnum. Steypt var í kringum vatnsbólið, vatnið leitt í stokk með fimm hreinsanlegum síum og þar streymir nú út um þriggja tommu rör hreint neysluvatn allan sólarhringinn. „Öll aðstaða til að sækja vatnið er til fyrirmyndar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi. „Tuttugu lítra brúsi fyllist á augabragði og konurnar sem sækja vatnið eru himinlifandi.“ Endurnýjuð borhola Sambærilegar endurbætur hafa verið gerðar á sex vatnsbólum og héraðsstjórnin hefur óskað eftir endurgerð sex annarra. Vinna við þau vatnsból er þegar hafin. Af hálfu sendiráðsins hefur einnig verið unnið í Namahyingo að því að gera upp fimmtíu borholur sem höfðu drabbast niður og stóðu ónothæfar. Sumar borholurnar höfðu staðið ónotaðar um langt árabil en þær hafa nú verið gerðar upp, endurklæddar og handpumpum komið fyrir. Konur sækja vatn í brunninn Úrbæturnar leiða strax til þess að aðgengi þúsunda íbúa að hreinu neysluvatni hefur batnað á mörgum stöðum í héraðinu og þar með fækkar löngum ferðum kvenna og stúlkna eftir vatni. Namayhingo hérað er í Úganda austanverðu og heitir eftir héraðshöfuðborginni. Héraðið liggur að Viktoríuvatni og áherslan í samstarfi Íslands við héraðsstjórnina er á umbætur í grunnþjónustu við íbúa fiskiþorpanna við vatnið. Vatnsból í Namayingo Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent