Hefðin rænir börn æskunni og tækifærum til að mennta sig Heimsljós 1. febrúar 2022 14:01 Stúlka fyrir framan Safe Space skilti. UNFPA rekur örugg athvörf þar sem stúlkur í áhættuhóp fyrir barnahjónabönd fá stuðning og fræðslu. „Það er gefandi og lærdómsríkt að fá að vinna með Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og sérstaklega að svo heildstæðum verkefnum eins og að styrkja stöðu stúlkna og ungmenna í landinu. Ég vonast til þess að reynsla mín, menntun, og þá sérstaklega sjónarhorn mannfræðinnar, nýtist til góðs í verkefnunum og almennt með starfi sjóðsins hér í Síerra Leóne,“ segir Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir mannfræðingur sem er einn þriggja íslenskra ungliða sem starfa hjá stofnununum Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan utanríkisráðuneytisins. Friðsemd flutti til Sierra Leóne í nóvember síðastliðnum og hóf störf sem ungliði á landsskrifstofu UNFPA í höfuðborginni Freetown. Friðsemd er mannfræðingur með MA gráðu í hnattrænni heilsu og hefur áður starfað í Afríkuríki því hún vann fyrir fáeinum árum að bættri kyn- og frjósemisheilsu og valdeflingu stúlkna í Úganda. Eitt helsta hlutverk hennar hjá UNFPA er að styðja við kyn- og frjósemisheilsu ungmenna, sérstaklega stúlkna í Sierra Leóne. Friðsemd Sveinsdóttir (til hægri), ásamt Rebecca Larsson (til vinstri) forstöðukonu Aberdeen Women's Center, spítala þar sem konur geta gengist undir aðgerð vegna fæðingarfistils, og Rosetta E. Hazeley (miðjunni), samstarfskonu hjá UNFPA. „Konur standa frammi fyrir ýmsum vandamálum allt frá barnsaldri. Kynbundið ofbeldi er útbreitt í landinu og limlestingar á kynfærum stúlkna svo algeng hefð að um 90 prósent kvenna hafa orðið fyrir slíkri misþyrmingu. Barnahjónabönd eru einnig algeng í Sierra Leóne en 29,6 prósent kvenna sem nú eru á aldrinum 20-24 ára voru giftar fyrir 18 ára aldur, og 8,6 prósent kvenna í sama aldurshópi voru giftar fyrir 15 ára aldur. Hefðin rænir börn æskunni og tækifærum til að mennta sig, og hefur slæm heilsufarsleg, andleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif á börn,“ segir Friðsemd. Auk þess að koma að verkefni UNFPA gegn fæðingarfistli, styður Friðsemd meðal annars við framlag landsskrifstofunnar til alþjóðlegs verkefnis UNFPA og UNICEF gegn barnahjónaböndum. Um er að ræða verkefni sem er unnið í 12 af þeim löndum með hafa hæstu tíðni barnahjónabanda. „Verkefnið miðar að því að styðja við bágstaddar stúlkur sem eru í áhættuhópi hvað varðar barnahjónabönd. Árið 2021 studdi Mannfjöldasjóður Sierra Leóne samtals 4034 stúlkur í gegnum verkefnið, í 67 þorpum þriggja héraða. Áhersla er á að ná til þeirra verst stöddu fyrst; stúlkna á strjálbýlum svæðum með lítið eða ekkert aðgengi að þjónustu sem þær eiga rétt á, stúlkna í mikilli fátækt, stúlkna með fatlanir, þeirra sem eru nú þegar óléttar eða giftar, og þeirra sem ekki hafa kost á menntun. Í gegnum verkefnið er unnið heildstætt að því að uppræta siðinn,“ segir hún. Ítarlegri umfjöllun um verkefni Friðsemdar í Síerra Leóne er að finna í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunarsamvinnu og mannúðarmál. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Síerra Leóne Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Ég vonast til þess að reynsla mín, menntun, og þá sérstaklega sjónarhorn mannfræðinnar, nýtist til góðs í verkefnunum og almennt með starfi sjóðsins hér í Síerra Leóne,“ segir Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir mannfræðingur sem er einn þriggja íslenskra ungliða sem starfa hjá stofnununum Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan utanríkisráðuneytisins. Friðsemd flutti til Sierra Leóne í nóvember síðastliðnum og hóf störf sem ungliði á landsskrifstofu UNFPA í höfuðborginni Freetown. Friðsemd er mannfræðingur með MA gráðu í hnattrænni heilsu og hefur áður starfað í Afríkuríki því hún vann fyrir fáeinum árum að bættri kyn- og frjósemisheilsu og valdeflingu stúlkna í Úganda. Eitt helsta hlutverk hennar hjá UNFPA er að styðja við kyn- og frjósemisheilsu ungmenna, sérstaklega stúlkna í Sierra Leóne. Friðsemd Sveinsdóttir (til hægri), ásamt Rebecca Larsson (til vinstri) forstöðukonu Aberdeen Women's Center, spítala þar sem konur geta gengist undir aðgerð vegna fæðingarfistils, og Rosetta E. Hazeley (miðjunni), samstarfskonu hjá UNFPA. „Konur standa frammi fyrir ýmsum vandamálum allt frá barnsaldri. Kynbundið ofbeldi er útbreitt í landinu og limlestingar á kynfærum stúlkna svo algeng hefð að um 90 prósent kvenna hafa orðið fyrir slíkri misþyrmingu. Barnahjónabönd eru einnig algeng í Sierra Leóne en 29,6 prósent kvenna sem nú eru á aldrinum 20-24 ára voru giftar fyrir 18 ára aldur, og 8,6 prósent kvenna í sama aldurshópi voru giftar fyrir 15 ára aldur. Hefðin rænir börn æskunni og tækifærum til að mennta sig, og hefur slæm heilsufarsleg, andleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif á börn,“ segir Friðsemd. Auk þess að koma að verkefni UNFPA gegn fæðingarfistli, styður Friðsemd meðal annars við framlag landsskrifstofunnar til alþjóðlegs verkefnis UNFPA og UNICEF gegn barnahjónaböndum. Um er að ræða verkefni sem er unnið í 12 af þeim löndum með hafa hæstu tíðni barnahjónabanda. „Verkefnið miðar að því að styðja við bágstaddar stúlkur sem eru í áhættuhópi hvað varðar barnahjónabönd. Árið 2021 studdi Mannfjöldasjóður Sierra Leóne samtals 4034 stúlkur í gegnum verkefnið, í 67 þorpum þriggja héraða. Áhersla er á að ná til þeirra verst stöddu fyrst; stúlkna á strjálbýlum svæðum með lítið eða ekkert aðgengi að þjónustu sem þær eiga rétt á, stúlkna í mikilli fátækt, stúlkna með fatlanir, þeirra sem eru nú þegar óléttar eða giftar, og þeirra sem ekki hafa kost á menntun. Í gegnum verkefnið er unnið heildstætt að því að uppræta siðinn,“ segir hún. Ítarlegri umfjöllun um verkefni Friðsemdar í Síerra Leóne er að finna í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunarsamvinnu og mannúðarmál. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Síerra Leóne Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent