Ford Mustang Mach-E - Stendur undir nafni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Ford Mustang Mach-E er ansi reffilegur að sjá. V Ford Mustang Mach-E er fimm manna rafjepplingur frá Ford. Hann er hugsaður sem rafútgáfa af hinum goðsagnakennda Ford Mustang. Sem vissulega er þó ekki jepplingur. Mach-E hefur ansi stóra skó að fylla til að réttlæta nafnið. Framendinn á Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Útlit Yfirbyging bílsins er vel heppnuð að mati blaðamanns. Hann samsvarar sér einkar vel og stendur vel á götunni. Framendinn er reffilegur og verandi rafbíll og þar af leiðandi ekki með mikið grill, þá er nóg pláss fyrir stílbragð, svo ekki sé nú minnst á Mustanginn, fákinn á harðastökki. Það er óneitanlega ákveðin pressa sem fylgir Mustang nafninu og merkinu. Hliðarrúðan aftur í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Þá er hann einnig mjög flottur í prófíl, hliðarsvipurinn er sterkur. Toppurinn á bílnum er kúptur frá hliðinni séð og efsti punktur á bílnum talsvert lægri á afturendanum en hann er fremst yfir hausamótum ökumanns og farþega fram í bílnum. Höfuðplássið er þar af leiðandi ekki mikið aftur í. Rýmið aftur í dugar vel tveimur fullorðnum, þrír þyrftu að sitja þokkalega þröngt. Ford Mustang Mach-EVilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Bíllinn er mjög skemmtilegur, hann er afar snöggur upp. Í reynsluakstrinum var þónokkuð ekið í langkeyrslu og það er einkar þægilegt að sitja í bílnum. Talandi um pressuna sem fylgir nafninu, Mustang hefur á sér sportbílaorð, en sannleikurinn er sá að Mach-E er sennilega einn fljótasti óbreytti Mustang sögunnar úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. Þar hefur rafmagnið mikið að segja. En Mustang Mach-E er 3,7 sekúndur í 100 km/klst í GT útgáfu. Vissulega eru til Mustang bifreiðar eins og Mustang Shelby GT500 sem er um 3,5 sekúndur í hundraðið en það er aðeins búið að eiga við þann bíl síðan hann kom út úr verksmiðju Ford. Ökumanns rými í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Sama má segja um hvernig Mustang Mach-E höndlar beygjur og stefnubreytingar. Hann liggur þéttur á veginum, ólíkt eldri bræðrum sínum sem eiga það til að missa gripið ef ekki er búið að eiga við þá. Skottið á Ford Mustang Mach-E er ekki það stærsta í þessum stærðarflokki, vissulega ekki það minnsta heldur.Vilhelm Gunnarsson Notagildi og innra rými Fótapláss aftur í er ekkert sérstaklega mikið. Að því sögðu þá er innra rýmið afbragðs vel hannað og skemmtilegt í notkun. Afþreyingarkerfið er eins og í Tesla einu skrefi of flókið, að stilla eitthvað á ferð kallar á einu skrefi of mikið. Það er fátt sem er hægt að gera frá aðalvalmynd. Til að stilla sætishita þá þarf til dæmis að byrja á því að kalla fram stillihnapp fyrir sætishita áður en hægt er að eiga við hitann. Mælaborðið í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Mælaborðið er skemmtilega einfalt og tekur ekki mikla athygli frá akstrinum. Innréttingin er snyrtileg og reynsluakstursbíllinn var með svörtu leðri með rauðum saumum, mjög sportlegt allt saman. Þá er bíllinn ágætlega samsettur en þó eru brúnir hér og þar sem kannski ættu ekki að vera. Rýmið aftur í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Það fennti aðeins á bílinn yfir nótt á meðan á reynsluakstrinum stóð. Hann var þó frekar fljótur að bærða af sér. Hann var um þrjar mínútur að losna við snjóinn. Skottið er 402 lítrar sem verður að segjast að er frekar lítið fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Skottið er klárlega stærra en í MG Marvel R sem hefur upp á að bjóða 357 lítra skott, Mercedes-Benz EQA hefur svo 340 lítra skottpláss. Á meðan Volkswagen ID.4 hefur til að mynda 543 lítra skottpláss, Kia EV6 státar af 490 lítrum. Drægni og hleðsla Mustang Mach-E er fáanlegur með tveimur stærðum af drifrafhlöðu, 75kWh of 98 kWh. Drægnin er frá 400 og upp í 610 km. í afturhjóladrifnum bíl með stóru rafhlöðunni. Mach-E tekur við allt að 115 kW í hraðhleðslu inn á minni rafhlöðuna en 150 kW inn á þá stærri. Báðar stærðir taka við 11 kW á heimahleðslu. Ford Mustang Mach-E stendur keikur.Vilhelm Gunnarsson Verð og samantekt Mustang Mach-E kostar frá 6.890.000 kr. og upp í 10.990.000 kr. fyrir fjórhjóladrifinn GT Long Range bíl. Hann er því á reiki við Tesla Model Y og Kia EV6 í verðum. Hann er ögn dýrari en Volkswagen Id. 4 í sambærilegri útgáfu og Skoda Enyaq. Mustang Mach-E er klárlega virði þess munar sem er á Volkswagen og Skoda og upp í Fordinn. Hins vegar er erfitt að halda því fram fullum fetum að hann sé mikið betri en Model Y eða EV6. Hann er jafnfætis að mörgu leyti en framar að öðru sem og aftar að sumu leyti. Mustang Mach-E er þægilegri í langkeyrslu en Model Y, hann er flottari að innan en EV6, en Model Y er skemmtilegri og EV6 er með betri aksturseiginleika og flottari að mati blaðamanns. Mustang Mach-E er þó nafnsins virði og engin skömm að því að Ford hafi valið að nota Mustang nafnið fyrir jeppling, það sýnir frekar að Ford hreyfist í takt við markaðinn, jepplingur virðist vera það sem fólkið vill. Þá má hann alveg eins heita Mustang, þegar hann hefur þetta afl og býr yfir þessum aksturseiginleikum. Vistvænir bílar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Framendinn á Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Útlit Yfirbyging bílsins er vel heppnuð að mati blaðamanns. Hann samsvarar sér einkar vel og stendur vel á götunni. Framendinn er reffilegur og verandi rafbíll og þar af leiðandi ekki með mikið grill, þá er nóg pláss fyrir stílbragð, svo ekki sé nú minnst á Mustanginn, fákinn á harðastökki. Það er óneitanlega ákveðin pressa sem fylgir Mustang nafninu og merkinu. Hliðarrúðan aftur í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Þá er hann einnig mjög flottur í prófíl, hliðarsvipurinn er sterkur. Toppurinn á bílnum er kúptur frá hliðinni séð og efsti punktur á bílnum talsvert lægri á afturendanum en hann er fremst yfir hausamótum ökumanns og farþega fram í bílnum. Höfuðplássið er þar af leiðandi ekki mikið aftur í. Rýmið aftur í dugar vel tveimur fullorðnum, þrír þyrftu að sitja þokkalega þröngt. Ford Mustang Mach-EVilhelm Gunnarsson Aksturseiginleikar Bíllinn er mjög skemmtilegur, hann er afar snöggur upp. Í reynsluakstrinum var þónokkuð ekið í langkeyrslu og það er einkar þægilegt að sitja í bílnum. Talandi um pressuna sem fylgir nafninu, Mustang hefur á sér sportbílaorð, en sannleikurinn er sá að Mach-E er sennilega einn fljótasti óbreytti Mustang sögunnar úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. Þar hefur rafmagnið mikið að segja. En Mustang Mach-E er 3,7 sekúndur í 100 km/klst í GT útgáfu. Vissulega eru til Mustang bifreiðar eins og Mustang Shelby GT500 sem er um 3,5 sekúndur í hundraðið en það er aðeins búið að eiga við þann bíl síðan hann kom út úr verksmiðju Ford. Ökumanns rými í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Sama má segja um hvernig Mustang Mach-E höndlar beygjur og stefnubreytingar. Hann liggur þéttur á veginum, ólíkt eldri bræðrum sínum sem eiga það til að missa gripið ef ekki er búið að eiga við þá. Skottið á Ford Mustang Mach-E er ekki það stærsta í þessum stærðarflokki, vissulega ekki það minnsta heldur.Vilhelm Gunnarsson Notagildi og innra rými Fótapláss aftur í er ekkert sérstaklega mikið. Að því sögðu þá er innra rýmið afbragðs vel hannað og skemmtilegt í notkun. Afþreyingarkerfið er eins og í Tesla einu skrefi of flókið, að stilla eitthvað á ferð kallar á einu skrefi of mikið. Það er fátt sem er hægt að gera frá aðalvalmynd. Til að stilla sætishita þá þarf til dæmis að byrja á því að kalla fram stillihnapp fyrir sætishita áður en hægt er að eiga við hitann. Mælaborðið í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Mælaborðið er skemmtilega einfalt og tekur ekki mikla athygli frá akstrinum. Innréttingin er snyrtileg og reynsluakstursbíllinn var með svörtu leðri með rauðum saumum, mjög sportlegt allt saman. Þá er bíllinn ágætlega samsettur en þó eru brúnir hér og þar sem kannski ættu ekki að vera. Rýmið aftur í Ford Mustang Mach-E.Vilhelm Gunnarsson Það fennti aðeins á bílinn yfir nótt á meðan á reynsluakstrinum stóð. Hann var þó frekar fljótur að bærða af sér. Hann var um þrjar mínútur að losna við snjóinn. Skottið er 402 lítrar sem verður að segjast að er frekar lítið fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Skottið er klárlega stærra en í MG Marvel R sem hefur upp á að bjóða 357 lítra skott, Mercedes-Benz EQA hefur svo 340 lítra skottpláss. Á meðan Volkswagen ID.4 hefur til að mynda 543 lítra skottpláss, Kia EV6 státar af 490 lítrum. Drægni og hleðsla Mustang Mach-E er fáanlegur með tveimur stærðum af drifrafhlöðu, 75kWh of 98 kWh. Drægnin er frá 400 og upp í 610 km. í afturhjóladrifnum bíl með stóru rafhlöðunni. Mach-E tekur við allt að 115 kW í hraðhleðslu inn á minni rafhlöðuna en 150 kW inn á þá stærri. Báðar stærðir taka við 11 kW á heimahleðslu. Ford Mustang Mach-E stendur keikur.Vilhelm Gunnarsson Verð og samantekt Mustang Mach-E kostar frá 6.890.000 kr. og upp í 10.990.000 kr. fyrir fjórhjóladrifinn GT Long Range bíl. Hann er því á reiki við Tesla Model Y og Kia EV6 í verðum. Hann er ögn dýrari en Volkswagen Id. 4 í sambærilegri útgáfu og Skoda Enyaq. Mustang Mach-E er klárlega virði þess munar sem er á Volkswagen og Skoda og upp í Fordinn. Hins vegar er erfitt að halda því fram fullum fetum að hann sé mikið betri en Model Y eða EV6. Hann er jafnfætis að mörgu leyti en framar að öðru sem og aftar að sumu leyti. Mustang Mach-E er þægilegri í langkeyrslu en Model Y, hann er flottari að innan en EV6, en Model Y er skemmtilegri og EV6 er með betri aksturseiginleika og flottari að mati blaðamanns. Mustang Mach-E er þó nafnsins virði og engin skömm að því að Ford hafi valið að nota Mustang nafnið fyrir jeppling, það sýnir frekar að Ford hreyfist í takt við markaðinn, jepplingur virðist vera það sem fólkið vill. Þá má hann alveg eins heita Mustang, þegar hann hefur þetta afl og býr yfir þessum aksturseiginleikum.
Vistvænir bílar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent