Yfirtaka: Áhorfendur ráða ferðinni hjá MjaMix Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2022 14:31 Marín Eydal eða MjaMix ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í dag. Hún verður með fjölbreytta dagskrá þar sem áhorfendur munu ráða ferðinni og taka þátt í gjafaleikjum. MjaMix ætlar að spila Apex Legends, GTA, Dead by Daylight og Among Us. Marín er 24 ára gömul og hefur spilað tölvuleiki síðan hún man eftir sér. Það var eldri bróðir hennar sem kynnti hana fyrir tölvuleikjum þegar hún var lítil. „Ég átti aldrei vinkonur sem spiluðu tölvuleiki eða höfðu áhuga á því að spila tölvuleiki og var oft kölluð strákastelpa en hef alltaf tekið því sem hrósi því ég átti svo marga góða strákavini sem gáfu mér sjálfstraustið til að halda áfram að spila og sögðu að það væri bara nett að tölvuleikjapía.“ Hún segist elska tölvuleikjasamfélagið á Íslandi og þá það geti verið ógnvænlegt séu allir hvetjandi og tilbúnir að hjálpa. Þá segist Marín ekki vera mjög góð í tölvuleikjum en hún hafi gaman af því að spila allskonar leiki. „Ég hef lengi pælt í því að koma mér meira útí þessa stétt og mér hefði aldrei dottið í hug að streaming væri glugginn minn. Einnig bjóst ég aldrei við því að fá svona mikla athygli og er sjúklega spennt fyrir framtíðinni.“ Streymið hefst klukkan þrjú í dag og má fylgjast með því hér að neðan. „Markmið mitt með tölvuleikjastreymi er að vekja athygli á stelpum í tölvuleikjum. Við erum fleiri en fólk heldur. Ég vil hvetja konur til að hvetja konur á öllum aldri til að spila tölvuleiki ef ekki bara til að prófa. Tölvuleikir eru fyrir alla og ég elska við tölvuleikjapíurnar erum að verða sýnilegri. Ráð fyrir alla sem vilja prófa að streyma: Fyrsta skiptið er erfiðast en svo verður þetta bara gaman. Ekki stressa þig á því hvernig þú heldur að fólk sjái þig og vertu þú!“ Gametíví Leikjavísir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
MjaMix ætlar að spila Apex Legends, GTA, Dead by Daylight og Among Us. Marín er 24 ára gömul og hefur spilað tölvuleiki síðan hún man eftir sér. Það var eldri bróðir hennar sem kynnti hana fyrir tölvuleikjum þegar hún var lítil. „Ég átti aldrei vinkonur sem spiluðu tölvuleiki eða höfðu áhuga á því að spila tölvuleiki og var oft kölluð strákastelpa en hef alltaf tekið því sem hrósi því ég átti svo marga góða strákavini sem gáfu mér sjálfstraustið til að halda áfram að spila og sögðu að það væri bara nett að tölvuleikjapía.“ Hún segist elska tölvuleikjasamfélagið á Íslandi og þá það geti verið ógnvænlegt séu allir hvetjandi og tilbúnir að hjálpa. Þá segist Marín ekki vera mjög góð í tölvuleikjum en hún hafi gaman af því að spila allskonar leiki. „Ég hef lengi pælt í því að koma mér meira útí þessa stétt og mér hefði aldrei dottið í hug að streaming væri glugginn minn. Einnig bjóst ég aldrei við því að fá svona mikla athygli og er sjúklega spennt fyrir framtíðinni.“ Streymið hefst klukkan þrjú í dag og má fylgjast með því hér að neðan. „Markmið mitt með tölvuleikjastreymi er að vekja athygli á stelpum í tölvuleikjum. Við erum fleiri en fólk heldur. Ég vil hvetja konur til að hvetja konur á öllum aldri til að spila tölvuleiki ef ekki bara til að prófa. Tölvuleikir eru fyrir alla og ég elska við tölvuleikjapíurnar erum að verða sýnilegri. Ráð fyrir alla sem vilja prófa að streyma: Fyrsta skiptið er erfiðast en svo verður þetta bara gaman. Ekki stressa þig á því hvernig þú heldur að fólk sjái þig og vertu þú!“
Gametíví Leikjavísir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira