Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni Steinar Fjeldsted skrifar 7. febrúar 2022 16:01 Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur. Þættirnir fanga stemninguna fullkomlega en tónlistin spilar þar feyki stórt hlutverk. Margar gleymdar perlur fá að hljóma í eyrum landsmanna en í síðasta þætti mátti heyra lagið Töfrar með hljómsveitinni Silfurtónum. Silfurtónar var virkilega skemmtileg sveit með húmorinn í lagi en það var tónlistarmaðurinn og leikarinn Magnús Jónsson sem leiddi sveitina. Magnús Jónsson þakkar fyrir sig á Facebook síðu sinni og segir: „Takk Verbúð og Vesturport fyrir að gera einhverja skemmtilegustu og ferskustu seríu Íslandssögunnar og gefa okkur gamlingjunum í Silfurtónum séns að fá að taka þátt í þessu fallega ævintýri. Ykkar er sóminn, okkar er lotningin.” Þættirnir eru stútfullir af frábærri tónlist, sannkölluðum Íslenskum perlum. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á playlista með allri tónlistinni úr Verbúðinni. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf
Þættirnir fanga stemninguna fullkomlega en tónlistin spilar þar feyki stórt hlutverk. Margar gleymdar perlur fá að hljóma í eyrum landsmanna en í síðasta þætti mátti heyra lagið Töfrar með hljómsveitinni Silfurtónum. Silfurtónar var virkilega skemmtileg sveit með húmorinn í lagi en það var tónlistarmaðurinn og leikarinn Magnús Jónsson sem leiddi sveitina. Magnús Jónsson þakkar fyrir sig á Facebook síðu sinni og segir: „Takk Verbúð og Vesturport fyrir að gera einhverja skemmtilegustu og ferskustu seríu Íslandssögunnar og gefa okkur gamlingjunum í Silfurtónum séns að fá að taka þátt í þessu fallega ævintýri. Ykkar er sóminn, okkar er lotningin.” Þættirnir eru stútfullir af frábærri tónlist, sannkölluðum Íslenskum perlum. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á playlista með allri tónlistinni úr Verbúðinni. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf