Sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1995 sem heitir Drullumall. Platan varð “instant hit” og voru drengirnir heimsfrægir á Íslandi á einni nóttu. Aðeins einu sinni hefur sveitin spilað Drullumall í heild sinni en drengirnir voru rétt í þessu að tísa mögulega tónleika þar sem platan verður tekin í heild sinni.
Rokk Þyrstir aðdáendur geta því skellt sér í stellingar og vonað það besta. Það væri sko alls ekki slæmt að berja þessu frábæru sveit á tónleikum!
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.