Í dag var dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna. Aðeins eitt karlalið er þegar öruggt í 8-liða úrslit og tvö kvennalið, en leikið verður í 16-liða úrslitunum á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Ljóst er að að minnsta kosti einn úrvalsdeildarslagur verður í 8-liða úrslitum karla því sigurliðið úr leik Stjörnunnar og KA mun mæta Gróttu eða Haukum. FH-ingar, sem mæta Herði í 16-liða úrslitum, eiga hins vegar möguleika á að komast í undanúrslit án þess að mæta úrvalsdeildarliði.

Í 8-liða úrslitum kvenna er útlit fyrir stórleik á milli Vals og Hauka en þá þurfa Haukar að slá út 1. deildarlið Selfoss. Meistarar KA/Þórs fengu heimaleik við sigurliðið úr leik Aftureldingar og HK.
8-liða úrslit karla
- Valur eða HK - Vængir Júpiters eða Víkingur
- Stjarnan eða KA - Grótta eða Haukar
- Hörður eða FH - Þór Akureyri
- ÍR eða Selfoss - Kórdrengir eða ÍBV
8-liða úrslit kvenna
- Valur - Selfoss eða Haukar
- ÍR eða Grótta - Víkingur eða Fram
- Fjölnir/Fylkir eða ÍBV - FH eða Stjarnan
- KA/Þór - Afturelding eða HK