Ingi býður sig ekki aftur fram og er ósáttur við gagnrýnina sem stjórn KSÍ fékk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 16:33 Þann 26. febrúar kemur í ljós hverjir munu sitja í stjórn KSÍ næstu tvö árin. vísir/vilhelm Ingi Sigurðsson gefur ekki áfram kost á sér í stjórn KSÍ. Ástæða ákvörðunar hans er atburðarrásin síðsumars í fyrra sem leiddi til þess að stjórn sambandsins sagði af sér. Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki