Skagamenn tilkynntu í dag að Færeyingurinn hafi gert tveggja ára samning við ÍA. Hann hafði verið að leita sér að nýju félagi hér á landi og skoraði meðal annars frábært mark á dögunum í æfingarleik með Íslandsmeisturum Víkinga.
Kaj Leo hefur spilað á Íslandi frá árinu 2016. Fyrst með FH, þá í tvö ár með ÍBV og svo undanfarin þrjú ár með Valsmönnum.
Hann er þrítugur kantmaður sem hefur spilað 26 landsleiki fyrir Færeyjar.
Kaj Leo er með 9 mörk og 19 stoðsendingar í 96 leikjum í efstu deild á Íslandi og 6 mörk í 13 bikarleikjum.
Kaj Leo til liðs við ÍA
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) February 15, 2022
Kaj Leo í Bartalsstovu hefur gert tveggja ára samning við ÍA.
Færeyingurinn hefur mikla reynslu í íslenska boltanum og er
góður liðsstyrkur. Velkominn á Skagann, Kaj Leo!
ÁFRAM ÍA