Patti spáir mikið í útlitinu og í þættinum fá Heiður og Ingunn meðal annars að fara með honum í brúnkusprautun, neglur, förðun og brow-lift og vax í þættinum.
„Ég byrjaði sko að nota brúnkuklúta úr Bónus sem kostuðu 150 kall eða eitthvað hver klútur,“ viðurkennir Patti áður en hann fer í fyrsta sinn í „spray-tan.“
„Maður varð flekkóttastur. Það var í tíunda bekk. Ég var alltaf að beila á sundi og fór inn á bað á fatlaðraklósettið og tók tölvu úr skólanum og horfði á Geordie Shore og setti á mig brúnkukrem með brúnkuklútum. “
Patti varð samt smá stressaður þegar hann þurfti að skipta yfir í g-streng fyrir brúnkusprautunina. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Förðunarráð þáttarins er auðvitað á sínum stað.
Snyrtiborðið með HI beauty kemur út á Lífinu á Vísi alla miðvikudaga og er hægt að horfa á eldri þætti HÉR.