Veiðimenn kvíða varla vatnsleysi í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 16. febrúar 2022 09:37 Undanfarin sumur hefur vatnsleysi hrjáð stangveiðimenn í mörgum ánum og sumar vikurnar í viðkvæmustu ánum verið þannig að árnar hafa verið óveiðanlegar. Sá sem lyftir upp snjóskóflu á þessum vetri og sveiflar veiðistöng á sumrin hlýtur að moka snjóinn núna með bros á vör og horfa á snóþungar heiðar og fjöll með tilhlökkun til komandi veiðisumars. Miðað við hvað það hefur snjóað mikið er í bjartsýnu hjarta veiðimannsins tilhlökkun fyrir því að fara í ánna sína og hafa hana í góðu vatni. Það hefur oft verið sagt að vorhretin sem oft færa allt á kaf skipti litlu máli þegar kemur að vatnsbúskap í dragám og ám með dragáreinkenni (bland af dragá og lindá). Það sem skiptir mestu máli sé þessi snjór sem fyllir heiðar og gil og nær að frjósa. Þessir frosnu skaflar sem eru lengi að þiðna er það sem veiðimenn vilja sjá og okkar vegna má bara alveg snjóa meira. Þið sem ekki ennþá hafið dregið þá ástríðu að ykkur að kasta flugu fyrir fisk getið verið nokkuð viss um að nágranni ykkar sem syngur og brosir þegar hann mokar snjóinn af bílastæðinu er eiginlega pottþétt veiðimaður eða þakklátur fyrir líkamlegu hreyfinguna sem smá snjómokstur gerir manni, nema hvorutg tveggja sé. Veiðitímabilið byrjar 1. apríl og við erum í stellingum til að byrja að telja niður.... Stangveiði Mest lesið Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði
Sá sem lyftir upp snjóskóflu á þessum vetri og sveiflar veiðistöng á sumrin hlýtur að moka snjóinn núna með bros á vör og horfa á snóþungar heiðar og fjöll með tilhlökkun til komandi veiðisumars. Miðað við hvað það hefur snjóað mikið er í bjartsýnu hjarta veiðimannsins tilhlökkun fyrir því að fara í ánna sína og hafa hana í góðu vatni. Það hefur oft verið sagt að vorhretin sem oft færa allt á kaf skipti litlu máli þegar kemur að vatnsbúskap í dragám og ám með dragáreinkenni (bland af dragá og lindá). Það sem skiptir mestu máli sé þessi snjór sem fyllir heiðar og gil og nær að frjósa. Þessir frosnu skaflar sem eru lengi að þiðna er það sem veiðimenn vilja sjá og okkar vegna má bara alveg snjóa meira. Þið sem ekki ennþá hafið dregið þá ástríðu að ykkur að kasta flugu fyrir fisk getið verið nokkuð viss um að nágranni ykkar sem syngur og brosir þegar hann mokar snjóinn af bílastæðinu er eiginlega pottþétt veiðimaður eða þakklátur fyrir líkamlegu hreyfinguna sem smá snjómokstur gerir manni, nema hvorutg tveggja sé. Veiðitímabilið byrjar 1. apríl og við erum í stellingum til að byrja að telja niður....
Stangveiði Mest lesið Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði