Íslenskur stuðningur við friðaruppbyggingu á landamærum Malaví og Mósambík Heimsljós 16. febrúar 2022 12:25 Ung kona á hrakningum í Cabo-Delgado í Mósambík. © UNHCR/Martim Gray Pereira Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík. Verkefninu er stýrt af Heimsmarkmiðasjóði Sameinuðu þjóðanna í Malaví með þátttöku fjölmargra stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er markmiðið með verkefninu að fyrirbyggja átök, mannréttindabrot og kynbundið ofbeldi í þremur héruðunum sem eiga landamæri að Mósambík. Verkefnið hefur beina skírskotun í landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi, en Ísland var eina framlagsríkið sem studdi við þá áætlun eins og fram kom í fréttum á síðasta ári. „Greining af hálfu Sameinuðu þjóðanna á stöðunni sýnir að átök kunna að magnast upp við landamæri Malaví og þá sérstaklega í Mangochihéraði þar sem við höfum verið í þróunarsamvinnu í rúma þrjá áratugi. Spenna er nú þegar nokkur milli íbúa við landamærin vegna ýmissa hagsmuna, auk deilna um land og trúarbrögð, og því mikilvægt er að bregðast við sem fyrst. Þá er talið að mansal á konum og börnum sé útbreitt við landamærin,“ segir Inga Dóra. Verkefnaskjalið hefur verið unnið í nánu samráði við sendiráð Íslands í Lilongwe. Ísland hyggst að sögn Ingu Dóru taka virkan þátt í framkvæmd verkefnisins og leggur áherslu á að sitja í framkvæmdastjórn þess. Grannt verður fylgst með framgangi verkefnisins og árangri þar sem áhugi er á að innleiða verkefnið í fleiri héruðum við landamæri Mósambík, Malaví og Tansaníu sýni það góðan árangur. Þetta er fyrsta verkefni Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði í Malaví og getur gegnt mikilvægu hlutverki í að fyrirbyggja að mannúðarástand skapist á landamærunum. Ísland leggur verkefninu til 70 milljónir króna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Malaví Mósambík Þróunarsamvinna Sendiráð Íslands Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Verkefninu er stýrt af Heimsmarkmiðasjóði Sameinuðu þjóðanna í Malaví með þátttöku fjölmargra stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er markmiðið með verkefninu að fyrirbyggja átök, mannréttindabrot og kynbundið ofbeldi í þremur héruðunum sem eiga landamæri að Mósambík. Verkefnið hefur beina skírskotun í landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi, en Ísland var eina framlagsríkið sem studdi við þá áætlun eins og fram kom í fréttum á síðasta ári. „Greining af hálfu Sameinuðu þjóðanna á stöðunni sýnir að átök kunna að magnast upp við landamæri Malaví og þá sérstaklega í Mangochihéraði þar sem við höfum verið í þróunarsamvinnu í rúma þrjá áratugi. Spenna er nú þegar nokkur milli íbúa við landamærin vegna ýmissa hagsmuna, auk deilna um land og trúarbrögð, og því mikilvægt er að bregðast við sem fyrst. Þá er talið að mansal á konum og börnum sé útbreitt við landamærin,“ segir Inga Dóra. Verkefnaskjalið hefur verið unnið í nánu samráði við sendiráð Íslands í Lilongwe. Ísland hyggst að sögn Ingu Dóru taka virkan þátt í framkvæmd verkefnisins og leggur áherslu á að sitja í framkvæmdastjórn þess. Grannt verður fylgst með framgangi verkefnisins og árangri þar sem áhugi er á að innleiða verkefnið í fleiri héruðum við landamæri Mósambík, Malaví og Tansaníu sýni það góðan árangur. Þetta er fyrsta verkefni Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði í Malaví og getur gegnt mikilvægu hlutverki í að fyrirbyggja að mannúðarástand skapist á landamærunum. Ísland leggur verkefninu til 70 milljónir króna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Malaví Mósambík Þróunarsamvinna Sendiráð Íslands Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent