Patrekur: Það er ömurlegt að tapa, það breytist ekki Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:19 Patrekur Jóhannesson. vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur yfir að hans lið sé fallið úr leik í bikarkeppninni í handbolta. „Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Það breytist ekki. Þetta var svipað og í leiknum fyrir norðan, við vorum fínir í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og við vorum að fá færi. Við áttum klárlega að vera fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik og við nýttum í raun bara helminginn af dauðafærunum. Síðan í seinni hálfleik kemst KA yfir og markvarslan hjá okkur verður þar með engin. Varnarleikurinn verður þannig séð bara bland. Við gefum kannski eftir en þeir voru til dæmis að skora úr hornafærunum meðan við vorum kannski ekki að fá úr báðum hornunum. Við förum bara illa með þetta, þeir voru að segja mér að við höfum verið að klikka á 23 skotum. Og það er bara ástæðan fyrir því að við getum sjálfum okkur um kennt um hvernig fór.“ Sagði Patrekur eftir leikinn. Arnór Freyr Stefánsson átti frábæran fyrri hálfleik en í honum varði hann ellefu skot sem skilaði 50% markvörslu. „Hann var alveg frábær hann Arnór (Freyr Stefánsson). Hann er yfirleitt búinn að vera góður í leikjunum hjá okkur. Hann var aðeins frá í undirbúningnum síðasta sumar því hann var í aðgerð. Hann þarf að ná lengra og það kemur.“ Stjarnan var með tveggja marka forystu í hálfleik og tók það KA ekki nema fimm mínútur að jafna. KA komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á 36. mínútu og þá var ekki aftur snúið. „Það sem vantaði í seinni hálfleik var að skora úr þessum aragrúa af dauðafærum. Síðan er það líka að þó svo að KA komi nálægt okkur eða einu yfir þá verða menn bara að vera rólegir. Þessir leikmenn hjá mér hafa yfirleitt verið með gott sjálfstraust en við þurfum aðeins að fara yfir það. Núna er bikarinn bara búinn og þá er það bara deildarkeppnin. Við erum í harðri baráttu þar fyrir úrslitakeppnina og við þurfum bara að gera betur. Ég óska KA bara til hamingju því þeir gerðu vel úr sínu. En við þurfum bara að lýta í eigin barm og fara yfir það sem fór illa í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik Stjarnan er úr leik í Coca Cola bikarnum eftir tap í Garðabænum í kvöld. 16. febrúar 2022 20:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn