Samstarfið spratt upp frá því að Björn kom með demo af laginu til Davíðs og bað hann um að spila trommurnar inn á það en úr því varð frekara samstarf. Lagið er aðeins byrjunin á samstarfinu og má búast við plötu frá þeim með vorinu.

„Þetta er eiginlega gamla góða klisjan, ég sökk svolítið djúpt eftir sambandsslit og var einn upp í bústað og það var svona dimmt og kalt úti. Úr því einhvernveginn varð þessi sköpun, nýir tímar eða hálfgerð endurnýjun sem fengu mig til þess að fara lengra í að þróa tónlistina“
segir Björn Óli um aðdraganda lagsins. Videoið er unnið af Baldvini Vernharðssyni, Gabríel Backmann, Herði Frey Brynjarssyni og Pétri Má Péturssyni sem hafa verið áberandi í kvikmynda- og tónlistarmyndbanda senunni.