KPMG sparkar Phil Mickelson vegna ummæla hans um sádí-arabísku „skrattakollana“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 15:30 Phil Mickelson gerði allt vitlaust með ummælum sínum um stjórnvöld í Sádí-Arabíu. getty/Luke Walker Aðalstyrktaraðili Phils Mickelson, KPMG, hefur sparkað honum vegna ummæla hans um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Þá er bandaríski kylfingurinn kominn í frí til að taka á sínum málum. Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar. Golf Sádi-Arabía Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar.
Golf Sádi-Arabía Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira