KPMG sparkar Phil Mickelson vegna ummæla hans um sádí-arabísku „skrattakollana“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 15:30 Phil Mickelson gerði allt vitlaust með ummælum sínum um stjórnvöld í Sádí-Arabíu. getty/Luke Walker Aðalstyrktaraðili Phils Mickelson, KPMG, hefur sparkað honum vegna ummæla hans um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Þá er bandaríski kylfingurinn kominn í frí til að taka á sínum málum. Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar. Golf Sádi-Arabía Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar.
Golf Sádi-Arabía Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira