KPMG sparkar Phil Mickelson vegna ummæla hans um sádí-arabísku „skrattakollana“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 15:30 Phil Mickelson gerði allt vitlaust með ummælum sínum um stjórnvöld í Sádí-Arabíu. getty/Luke Walker Aðalstyrktaraðili Phils Mickelson, KPMG, hefur sparkað honum vegna ummæla hans um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Þá er bandaríski kylfingurinn kominn í frí til að taka á sínum málum. Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar. Golf Sádi-Arabía Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Ummæli Mickelsons vöktu mikla athygli og reittu marga til reiði. Hann hefur nú beðist afsökunar á þeim þótt hann segi að þau hafi verið tekin úr samhengi. „Þetta voru glannaleg ummæli. Ég særði fólk og biðst afsökunar á orðum mínum. Ég er algjörlega miður mín og mun gera allt til að líta inn á við og læra af þessu,“ sagði Mickelson í yfirlýsingu. „Ég hef gert mörg mistök í lífinu og mörg þeirra hafa verið gerð fyrir opnum tjöldum. Undanfarin áratug hef ég hægt og rólega fundið hvaða áhrif stressið og álagið hefur á mig. Ég veit ég hef ekki verið upp á mitt besta og þarf nauðsynlega á tíma að halda til að hlúa að þeim sem ég elska mest og vinna að því að vera maðurinn sem ég vil vera.“ Mickelson gaf helstu styrktaraðilum sínum tækifæri til að endurskoða samninga sína við sig. KPMG gerði það og hefur sagt samningi sínum við Mickelson upp. Fyrirtækið hefur styrkt hann undanfarin fjórtán ár. Greg Norman er í forsvari fyrir golfdeildina í Sádí-Arabíu sem þarlendur fjárfestingarsjóður stendur á bak við. Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson og Bryson DeChambeau voru orðaðir við sádí-arabísku golfdeildina en greindu nýverið frá því að þeir ætli að halda tryggð við PGA. Hinn 51 árs Mickelson hefur unnið sex risamót á ferlinum. Hann varð sá elsti til að vinna risamót þegar hann hrósaði sigri á PGA-meistaramótinu í fyrra. Hann var þá fimmtíu ára, ellefu mánaða og sjö daga gamall. Mickelson hefur alls unnið 45 mót á PGA-mótaröðinni sem er það áttunda mesta í sögu hennar.
Golf Sádi-Arabía Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira