Vanda og Sævar ósammála varðandi ráðningu Jóhannesar Karls Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var kynntur sem nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson, sem berjast um formannsembættið hjá KSÍ, hafa ólíka sýn á ráðningu KSÍ á Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem aðstoðarlandsliðsþjálfara en hann stýrði karlaliði ÍA áður en hann var ráðinn í síðasta mánuði. Vanda og Sævar mættu í sitt hvort viðtalið í Þungavigtinni í gær og geta áskrifendur hlustað á viðtölin á tal.is/vigtin. Mikael Nikulásson spurði Vöndu hvort henni þætti eðlilegt að KSÍ næði sér í þjálfara frá félagi í efstu deild, á miðju undirbúningstímabili, og greiddi fyrir það væna upphæð en hann fullyrti að KSÍ hefði greitt ÍA sex milljónir króna til að fá Jóhannes Karl. Skagamenn voru fljótir að fylla í skarð Jóhannesar Karls með ráðningu Jóns Þórs Haukssonar frá Vestra. „Á ári sem var í bullandi tapi fóru sex milljónir í þetta og eftir sitja Vestramenn ennþá þjálfaralausir. Hefði ekki verið mikið eðlilegra að taka einhvern annan inn og ræða við Jóhannes Karl í haust?“ spurði Mikael Vöndu. Tímasetningin óheppileg en Jóhannes efstur á lista Arnars Vanda, sem tók við sem formaður á aukaþingi KSÍ í byrjun október, sagði það trúnaðarmál hvað það hefði kostað sambandið að fá Jóhannes Karl. Tímasetningin hafi vissulega verið óheppileg en Arnar Þór Viðarsson vantaði aðstoðarmann eftir að stjórn KSÍ nýtti uppsagnarákvæði í samningi við Eið Smára Guðjohnsen í lok nóvember. „Þetta var náttúrulega bara þannig að hann [Jóhannes Karl] var efstur á lista hjá Arnari Þór. Við ræddum við Skagamenn, fengum leyfi, og það var inni í samningnum [á milli Jóhannesar og ÍA] að þetta væri eitthvað sem mætti gera. Tímasetningin var mjög óheppileg, ég veit það alveg, og við höfum sagt það,“ sagði Vanda. „Eigi að síður var þetta eitthvað sem við vildum fara í. Jóhannes Karl var til í þetta, Skagamennirnir voru til í þetta, og þetta var því niðurstaðan. Með Grétari Rafni [Steinssyni] er komið þarna teymi sem við trúum á til að leiða uppbygginguna á þessu liði,“ sagði Vanda. Klippa: Þungavigtin - Vanda og Sævar um ráðningu aðstoðarlandsliðsþjálfara Kristján Óli Sigurðsson spurði Sævar að því hvað honum þætti um að KSÍ réði landsliðsþjálfara frá íslensku félagi og greiddi fyrir það væna upphæð, og hvort honum þóknuðust þau vinnubrögð: „Skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan“ „Nei, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Ekki eins og þessi mál hafa verið unnin. Mér finnst vanta þarna prótókóla og strúktúr. Hvernig stendur á því að ef þú ferð 2-3 ár aftur í tímann þá eru fjórar svona þjálfararáðningar sem ég man eftir? Jón Þór var fenginn frá Stjörnunni í A-landslið kvenna og þar var ekkert greitt eftir minni bestu vitund. Eiður Smári kom frá FH og þar var eitthvað greitt, og svo kemur Ólafur Ingi frá Fylki í unglingalandsliðin,“ sagði Sævar. „Þarna gagnrýni ég stjórn knattspyrnusambandsins. Stjórninni ber að gæta jafnræðis gagnvart félögunum. Ég skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan. Þarna þurfa að vera til prótókólar sem að stjórn og formaður geta leitað í, sem einfaldlega segja það að til þess að ráða landsliðsþjálfara þá megum við borga þetta. Ef þú ætlar að borga ÍA þá borgarðu Stjörnunni líka, og svo framvegis,“ sagði Sævar en hægt er að sjá svör hans og Vöndu í klippunni hér að ofan. Vanda og Sævar eru tvö í framboði til formanns KSÍ og kosið verður á ársþingi sambandsins á laugardaginn. KSÍ Þungavigtin Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Vanda og Sævar mættu í sitt hvort viðtalið í Þungavigtinni í gær og geta áskrifendur hlustað á viðtölin á tal.is/vigtin. Mikael Nikulásson spurði Vöndu hvort henni þætti eðlilegt að KSÍ næði sér í þjálfara frá félagi í efstu deild, á miðju undirbúningstímabili, og greiddi fyrir það væna upphæð en hann fullyrti að KSÍ hefði greitt ÍA sex milljónir króna til að fá Jóhannes Karl. Skagamenn voru fljótir að fylla í skarð Jóhannesar Karls með ráðningu Jóns Þórs Haukssonar frá Vestra. „Á ári sem var í bullandi tapi fóru sex milljónir í þetta og eftir sitja Vestramenn ennþá þjálfaralausir. Hefði ekki verið mikið eðlilegra að taka einhvern annan inn og ræða við Jóhannes Karl í haust?“ spurði Mikael Vöndu. Tímasetningin óheppileg en Jóhannes efstur á lista Arnars Vanda, sem tók við sem formaður á aukaþingi KSÍ í byrjun október, sagði það trúnaðarmál hvað það hefði kostað sambandið að fá Jóhannes Karl. Tímasetningin hafi vissulega verið óheppileg en Arnar Þór Viðarsson vantaði aðstoðarmann eftir að stjórn KSÍ nýtti uppsagnarákvæði í samningi við Eið Smára Guðjohnsen í lok nóvember. „Þetta var náttúrulega bara þannig að hann [Jóhannes Karl] var efstur á lista hjá Arnari Þór. Við ræddum við Skagamenn, fengum leyfi, og það var inni í samningnum [á milli Jóhannesar og ÍA] að þetta væri eitthvað sem mætti gera. Tímasetningin var mjög óheppileg, ég veit það alveg, og við höfum sagt það,“ sagði Vanda. „Eigi að síður var þetta eitthvað sem við vildum fara í. Jóhannes Karl var til í þetta, Skagamennirnir voru til í þetta, og þetta var því niðurstaðan. Með Grétari Rafni [Steinssyni] er komið þarna teymi sem við trúum á til að leiða uppbygginguna á þessu liði,“ sagði Vanda. Klippa: Þungavigtin - Vanda og Sævar um ráðningu aðstoðarlandsliðsþjálfara Kristján Óli Sigurðsson spurði Sævar að því hvað honum þætti um að KSÍ réði landsliðsþjálfara frá íslensku félagi og greiddi fyrir það væna upphæð, og hvort honum þóknuðust þau vinnubrögð: „Skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan“ „Nei, ég get alveg verið heiðarlegur með það. Ekki eins og þessi mál hafa verið unnin. Mér finnst vanta þarna prótókóla og strúktúr. Hvernig stendur á því að ef þú ferð 2-3 ár aftur í tímann þá eru fjórar svona þjálfararáðningar sem ég man eftir? Jón Þór var fenginn frá Stjörnunni í A-landslið kvenna og þar var ekkert greitt eftir minni bestu vitund. Eiður Smári kom frá FH og þar var eitthvað greitt, og svo kemur Ólafur Ingi frá Fylki í unglingalandsliðin,“ sagði Sævar. „Þarna gagnrýni ég stjórn knattspyrnusambandsins. Stjórninni ber að gæta jafnræðis gagnvart félögunum. Ég skil ekki af hverju ÍA fær greiðslu fyrir landsliðsþjálfara en ekki Stjarnan. Þarna þurfa að vera til prótókólar sem að stjórn og formaður geta leitað í, sem einfaldlega segja það að til þess að ráða landsliðsþjálfara þá megum við borga þetta. Ef þú ætlar að borga ÍA þá borgarðu Stjörnunni líka, og svo framvegis,“ sagði Sævar en hægt er að sjá svör hans og Vöndu í klippunni hér að ofan. Vanda og Sævar eru tvö í framboði til formanns KSÍ og kosið verður á ársþingi sambandsins á laugardaginn.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira