Berge hættir með norska landsliðið og Erlingur einn þeirra sem er orðaður við starfið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2022 11:08 Christian Berge verður væntanlega næsti þjálfari Kolstad í Noregi. getty/Nikola Krstic Christian Berge hefur ákveðið að hætta sem þjálfari norska karlalandsliðsins í handbolta eftir átta ára starf. Líklegt þykir að hann taki við þjálfun Kolstad sem ætlar að komast í fremstu röð evrópskra félagsliða á næstu árum. Berge hefur þrálátlega verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Kolstad undanfarna mánuði. Hann vildi stýra liðinu samhliða norska landsliðinu en það var ekki í boði hjá forráðamönnum norska handknattleikssambandsins. Berge þurfti því að velja á milli. Berge hefur stýrt norska liðinu með frábærum árangri frá 2014. Undir hans stjórn vann Noregur meðal annars til silfurverðlauna á HM 2017 og 2019 og bronsverðlaun á EM 2020. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Noregi eru Glenn Solberg, þjálfari Evrópumeistara Svía, Jonas Wille, aðstoðarþjálfari Berge og þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, Kristian Kjelling, þjálfari Drammen, Börge Lund, þjálfari Noregsmeistara Elverum, og Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV og hollenska landsliðsins. Erlingur hefur náð eftirtektarverðum árangri með Holland og á EM í janúar endaði hollenska liðið í 10. sæti. Norðmenn hafa góða reynslu af Íslendingum en Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu með frábærum árangri síðan 2009. Berge stýrir norska landsliðinu í síðasta sinn á æfingamóti í Danmörku í næsta mánuði. Hann stýrði Norðmönnum í síðasta sinn á stórmóti þegar þeir unnu Íslendinga í leiknum um 5. sætið á EM. Með sigrinum tryggði Noregur sér sæti á HM 2023. Forráðamenn Kolstad er mjög stórhuga og í fyrra kynnti liðið sex sterka leikmenn sem ganga til liðs við það á næstu mánuðum. Þetta eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Guðjónsson og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Norski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Berge hefur þrálátlega verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Kolstad undanfarna mánuði. Hann vildi stýra liðinu samhliða norska landsliðinu en það var ekki í boði hjá forráðamönnum norska handknattleikssambandsins. Berge þurfti því að velja á milli. Berge hefur stýrt norska liðinu með frábærum árangri frá 2014. Undir hans stjórn vann Noregur meðal annars til silfurverðlauna á HM 2017 og 2019 og bronsverðlaun á EM 2020. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Noregi eru Glenn Solberg, þjálfari Evrópumeistara Svía, Jonas Wille, aðstoðarþjálfari Berge og þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, Kristian Kjelling, þjálfari Drammen, Börge Lund, þjálfari Noregsmeistara Elverum, og Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV og hollenska landsliðsins. Erlingur hefur náð eftirtektarverðum árangri með Holland og á EM í janúar endaði hollenska liðið í 10. sæti. Norðmenn hafa góða reynslu af Íslendingum en Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu með frábærum árangri síðan 2009. Berge stýrir norska landsliðinu í síðasta sinn á æfingamóti í Danmörku í næsta mánuði. Hann stýrði Norðmönnum í síðasta sinn á stórmóti þegar þeir unnu Íslendinga í leiknum um 5. sætið á EM. Með sigrinum tryggði Noregur sér sæti á HM 2023. Forráðamenn Kolstad er mjög stórhuga og í fyrra kynnti liðið sex sterka leikmenn sem ganga til liðs við það á næstu mánuðum. Þetta eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Guðjónsson og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud.
Norski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni