Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 07:01 Ragnar Axelsson segir að það sé mikilvægt að ljósmyndarar fái að mynda Ísland og kynna það erlendis í tímaritum og á samfélagsmiðlum. RAX Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. „Þetta er bara undraveröld, þegar maður flýgur um Ísland,“ segir RAX um ferðir þeirra. „Hann átti ekki orð yfir það hvað Ísland er flott og dýrkaði að fljúga hérna.“ RAX fjallar einnig um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum og minnist flugmannsins Haraldar Diego, sem var gríðarlega vinsæll meðal erlendra ljósmyndara sem vildu mynda Ísland úr lofti. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara framhjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Ljósmyndir selja Ísland Ragnar Axelsson hefur myndað íslenska náttúru allan sinn feril sem ljósmyndari. Hann hefur myndað stórkostlegu jöklana okkar og hefur áður talað um þau ævintýri í fyrri þáttaröðum af örþáttunum RAX Augnablik. Undraveröld íshellanna Ragnar heillaðist ungur af jöklum þegar hann var í sveit við jökulrætur. Hann slóst í för með Einari Sigurðssyni, íshellaáhugamanni, sem hefur fundið ófáa íshella, og myndaði undraveröldina sem leynist inni í hellunum. Íslensku jöklarnir Ragnar sér ævintýri og fígúrur þegar hann horfir á íslensku jöklana, bæði úr lofti og að innan. Hann segir að það sé öllum hollt að hugsa stundum í ævintýrum. Menning Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX. 31. desember 2021 07:01 Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. 25. desember 2021 08:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er bara undraveröld, þegar maður flýgur um Ísland,“ segir RAX um ferðir þeirra. „Hann átti ekki orð yfir það hvað Ísland er flott og dýrkaði að fljúga hérna.“ RAX fjallar einnig um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum og minnist flugmannsins Haraldar Diego, sem var gríðarlega vinsæll meðal erlendra ljósmyndara sem vildu mynda Ísland úr lofti. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara framhjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Ljósmyndir selja Ísland Ragnar Axelsson hefur myndað íslenska náttúru allan sinn feril sem ljósmyndari. Hann hefur myndað stórkostlegu jöklana okkar og hefur áður talað um þau ævintýri í fyrri þáttaröðum af örþáttunum RAX Augnablik. Undraveröld íshellanna Ragnar heillaðist ungur af jöklum þegar hann var í sveit við jökulrætur. Hann slóst í för með Einari Sigurðssyni, íshellaáhugamanni, sem hefur fundið ófáa íshella, og myndaði undraveröldina sem leynist inni í hellunum. Íslensku jöklarnir Ragnar sér ævintýri og fígúrur þegar hann horfir á íslensku jöklana, bæði úr lofti og að innan. Hann segir að það sé öllum hollt að hugsa stundum í ævintýrum.
Menning Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX. 31. desember 2021 07:01 Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. 25. desember 2021 08:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01
360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX. 31. desember 2021 07:01
Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð. 25. desember 2021 08:01