Kyssti KA-merkið og Arnar og sannfærði sérfræðingana um breytta tíma Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 16:00 Jón Heiðar Sigurðsson fagnaði því vel þegar hann sótti vítakast og tvær mínútur á Eyjamenn í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er herra KA,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni og birti myndskeið af ástríðufullum Jóni Heiðari Sigurðssyni í jafntefli KA við ÍBV í Olís-deildinni í handbolta í gærkvöld. Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Jón Heiðar kyssti KA-merkið og smellti svo kossi á Arnar Frey Ársælsson félaga sinn, eftir að hafa náð í vítakast og brottvísun á Eyjamenn í leiknum. „Við hefðum ekki séð þetta fyrir áramót,“ sagði Theódór Ingi Pálmason um ástríðuna í Jóni Heiðari sem sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni sögðu einkennandi fyrir þann mikla viðsnúning sem orðið hefði hjá KA á síðustu vikum. Klippa: Seinni bylgjan - Hvað hefur breyst hjá KA? KA hefur svo sannarlega tekist að snúa við skútunni eftir slæman árangur fyrir jól og nú hefur liðið leikið sjö leikið í röð án taps. Einn af lykilþáttunum í því er frammistaða Allans Nordberg í hægri skyttustöðunni, í fjarveru Einars Rafns Eiðssonar sem er frá keppni vegna meiðsla. Held að Allan hafi vaknað og haldið að hann væri Áki „Sóknarleikurinn hefur ekkert verið stórkostlegur en hvernig þeir leysa þetta, með Allan Nordberg þarna… Ég held að Allan hafi vaknað einn morguninn og haldið að hann væri landi sinn og vinur Áki Egilsnes [fyrrverandi lykilmaður KA], því hann spilar liggur við eins og hann. Finnur félaga sína og hefur verið ótrúlega góður í síðustu leikjum,“ sagði Theódór og bætti við: „Það sem gerist líka við það að Einar Rafn fari út er að aðrir leikmenn þurfa að vera virkir í sóknarleiknum. Þeir fá framlag frá Patreki, framlag frá Jóni Heiðari, hornunum hinu megin… það eru miklu fleiri að koma með eitthvað að borðinu í stað þess að þetta snerist nær eingöngu um Einar Rafn og Óðin fyrir áramót.“ Einar Rafn kominn í smábobba Jóhann Gunnar Einarsson hálfvorkenndi Einari Rafni kollega sínum og minntist þess þegar Rúnar nokkur Kárason leysti Jóhann af hólmi í hægri skyttustöðunni hjá Fram á sínum tíma: „Það sem maður sér strax er Allan Nordberg. Vissulega hafa þeir tekið liðsfundi og baráttan er allt önnur núna. En mér finnst Einar Rafn vera kominn í smábobba núna. Þegar hann dettur út þá blómstrar bara liðið. Maður hefur alveg lent í því sjálfur að þegar maður datt í meiðsli þá kom bara Rúnar Kárason og rúllaði öllu upp hérna í gamla daga. Þá vissi maður að maður þyrfti að rífa sig í gang,“ sagði Jóhann. „Einhvern veginn virkar þetta flæði hjá KA betur en það gerði fyrir áramót. Annað hvort kemur hann [Einar] inn í þetta og smellpassar eða þá að hann kemur og þetta fer aftur að hökta, og þá hentar hann bara ekki,“ sagði Jóhann.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Besti leikmaður Vals svona „diet“-útgáfa af Ómari Inga Arnór Snær Óskarsson átti mjög góðan leik þegar Valsmenn sóttu tvö stig í Safarmýrina eftir sigur á nágrönnum sínum í Fram í Olís deild karla í vikunni. Arnór var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni. 25. febrúar 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni