Börsungar upp í þriðja sæti eftir endurkomusigur 6. mars 2022 17:24 Memphis Depay skoraði sigurmark Barcelona í dag. Aitor Alcalde/Getty Images Barcelona vann mikilvægan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Elche í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Það voru heimamenn í Elche sem tóku forystuna þegar Fidel setti boltann í netið stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir þurftu því á marki að halda og Ferran Torres jafnaði metin fyrir Börsunga eftir undirbúning Jordi Alba á 60. mínútu. Börsungar voru mun meira með boltann og það skilaði sér loksins þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Antonio Barragan handlék þá knöttinn innan eigin vítateigs og ekkert annað í stöðunni en að dæma vítaspyrnu. Memphis Depay fór á punktinn og tryggði gestunum sigurinn. Memphis wins it for Barcelona in the 84th minute 😤 pic.twitter.com/juuDnyenhl— B/R Football (@brfootball) March 6, 2022 Ef heimamenn áttu einhvern möguleika á að jafna metin þá fauk sá möguleiki endanlega út um gluggann þegar Javier Pastore náði sér í beint rautt spjald og liðsmenn Elche þurftu því að leika seinustu mínúturnar manni færri. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Barcelona og liðið er komið í þriðja sæti spænsku deildarinnar með 48 stig. Elche situr hins vegar í 14. sæti með 29 stig. Spænski boltinn
Barcelona vann mikilvægan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Elche í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Það voru heimamenn í Elche sem tóku forystuna þegar Fidel setti boltann í netið stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir þurftu því á marki að halda og Ferran Torres jafnaði metin fyrir Börsunga eftir undirbúning Jordi Alba á 60. mínútu. Börsungar voru mun meira með boltann og það skilaði sér loksins þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Antonio Barragan handlék þá knöttinn innan eigin vítateigs og ekkert annað í stöðunni en að dæma vítaspyrnu. Memphis Depay fór á punktinn og tryggði gestunum sigurinn. Memphis wins it for Barcelona in the 84th minute 😤 pic.twitter.com/juuDnyenhl— B/R Football (@brfootball) March 6, 2022 Ef heimamenn áttu einhvern möguleika á að jafna metin þá fauk sá möguleiki endanlega út um gluggann þegar Javier Pastore náði sér í beint rautt spjald og liðsmenn Elche þurftu því að leika seinustu mínúturnar manni færri. Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Barcelona og liðið er komið í þriðja sæti spænsku deildarinnar með 48 stig. Elche situr hins vegar í 14. sæti með 29 stig.