Frumsýning á órafmagnaðri útgáfu lagsins Ljósið: „Ég hugsa alltaf um son minn þegar ég syng þetta lag“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. mars 2022 11:00 Söngvarinn Stefán ÓIi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við Söngvakeppnis lagið Ljósið sem hann mun syngja næstkomandi laugardagskvöld í úrslitakepninni. Aðsend Söngvarinn Stefán Óli er meðal keppenda í Söngvakeppninni í ár sem er kominn í úrslit. Hér hjá Lífinu á Vísi frumsýnir hann glænýtt myndbandi í órafmagnaðari útgáfu af laginu Ljósið eftir Birgi Stein og Andra Þór en leikstjóri myndbandsins er Jakob Hákonarson. Blaðamaður hafði samband við Stefán og fékk að heyra nánar frá þessu nýja myndbandi ásamt því taka púlsinn á honum fyrir stóra daginn. Fann að hann ætti heima í tónlistinni Stefán segir ferlið eftir að hafa komið í úrslit hafa verið magnað en teymið fjárfesti mikið af tilfinningum og orku í atriðið. „Dagarnir eftir keppni voru ólýsanlegir, ég þurfti stundum að spyrja mig hvort þetta hafi í alvöru gerst. Þetta var einnig ótrúlega mikilvægt augnablik fyrir mig því ég fann að þarna á ég heima, á sviði og að syngja. Þetta hefur allt gerst mjög hratt svo ég hef verið að einbeita mér á að njóta hvers augnabliks.“ View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Upplifun og túlkun annarra gerir lagið enn stærra Aðspurður um hugmyndavinnuna á bak við þetta tónlistarmyndband segir Stefán að lagið sé alltaf að verða stærra og að margir hafa túlkað það á sinn hátt eftir flutninginn. „Við höfum aðeins þrjár mínútur á sviðinu og þá er auðvitað örlítið meiri pressa að koma öllum augnablikum vel inn á þessum tímaramma. Svo við ákváðum að ég mundi bara mæta og standa fyrir framan míkrófóninn og syngja eftir tilfinningunni. Ég hugsa alltaf um son minn þegar ég syng þetta lag og eftir að hafa lesið svo mörg skilaboð af upplifun og túlkun annarra á laginu þá er það einhvern veginn orðið enn stærra og þýðingarmeira.“ Syngur á íslensku Lagahöfundar ákváðu að halda laginu á íslensku eftir hafa fylgst með viðbrögðum Íslendinga eftir fyrri undanúrslit. „Ég veit að það var farið endalaust fram og til baka varðandi ákvörðunina. Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin var einfaldlega vegna þess að Ljósið vann sig inn í hjörtu fólks samstundis. Við töluðum um það saman á hóp spjallinu okkar að við fengum öll skilaboð eftir keppnina um hversu margir tengdu við ljósið sem sungið um og einnig hvernig aðrir túlkuðu ljósið. Það eru margir að tengja, bæði af persónulegum ástæðum og ástandinu í heiminum. Ljósið er öll vonin og allt hið fallega í myrkrinu, sem er oftast ekki hægt að komast undan. Það var magnað hvað margir tengdu hér heima en einnig fólkið í Evrópu sem hafa verið að skrifa og kommenta. Ljósið er fallegast í heimi.“ Teymi sem vinnur vel saman Stefán segir teymið á bak við lagið vera sem eitt núna. „Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir teymið á bak við lagið. Ég veit ekki hvort ég geti sett það í orð hvernig við höfum verið að vinna saman. Kannski er þægilegasta leiðin að útskýra er að við erum bara orðin eins og lítil fjölskylda. Það eru alls konar tilfinningar í þessu ferli og allir til staðar fyrir alla. Allir hafa líka verið í stuðningshlutverki fyrir hvert annað. View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Ég gæti ekki verið þakklátari. Eitt er að fá að taka þátt í þessari keppni, annað að fá að detta þann lukkupott sem það er að vera partur af þessu teymi, segir Stefán en auk hans samanstendur hópurinn af Birgi Steini, Andra Þóri, Helga Ómars, Helgu Ingibjörgu og Ragnari Má.“ Að sjá lífið í enn skýrara ljósi Stefán Óli hefur vakið athygli með persónulegri sögu sinni en hann kom meðal annars í hlaðvarpi Helga Ómars ásamt Birgi Steini. Þar opnaði Stefán sig um kvíða, sjálfsvígshugleiðingar og mikið einelti. Hann segist vera kominn langt á stuttum tíma en hann glímir enn við kvíða. Þar tekur hann einnig fram að keppnin hafi breytt lífinu sínu á kröftugan hátt. „Ég hef fengið stórar gjafir á aðeins örfáum árum, meðal annars son minn Matthías Óla sem ég lifi og anda fyrir. Hann drífur mig áfram að vera betri og heilbrigðari manneskja, bæði líkamlega og andlega. Ég vil sína honum gott fordæmi og sjá til þess að hann alist upp í eins kærleiksríku umhverfi og ég get mögulega skapað. Söngvakeppnin er einnig gjöf og þá sérstaklega fyrsta kvöldið sem ég keppti. Það var svolítið eins og að sjá lífið í enn skýrara ljósi. Sæluvíman eftir flutninginn var ólýsanleg. Eins stressaður og ég var að stíga á svið síðast þá get ég ekki beðið eftir að keppa í úrslitunum. Þetta er magnað dæmi.“ View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Besta leiðin að mæta öllum með kærleik Stefán segist einblína mikið á nú-ið þessa stundina. „Hvað varðar fortíðina þá hef ég verið að temja mér að taka sem minnst af gömlum sársauka inn í það sem ég er að gera núna. Ég hugsa ekki illt um einn né neinn. Ég veit að það velur enginn að vera vondur við annan einstakling, það liggur alltaf eitthvað að baki. Við vitum ekki hvað fólk er að ganga í gegnum, svo ég kýs að mæta öllum með kærleik. Ég tel það vera bestu leiðina.“ View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Stefán er orðinn virkilega spenntur fyrir næsta laugardagskvöldi og gefur í skyn að áhorfendur gætu átt von á einhverju óvæntu. „Ég má ekki segja mikið, en síðustu dagar hafa verið langir, strangir og geggjaðir. Við erum öll í þessu til að gera okkar allra besta og leggjum okkur öll rúmlega 120% í þetta. Bæði í keppninni sjálfri og í undirbúning og njótum augnabliksins í hverju skrefi.“ Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Ljósið og Með hækkandi sól í úrslit Ljósið í flutningi Stefáns Óla og Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar fóru áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 26. febrúar 2022 21:50 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Stefán og fékk að heyra nánar frá þessu nýja myndbandi ásamt því taka púlsinn á honum fyrir stóra daginn. Fann að hann ætti heima í tónlistinni Stefán segir ferlið eftir að hafa komið í úrslit hafa verið magnað en teymið fjárfesti mikið af tilfinningum og orku í atriðið. „Dagarnir eftir keppni voru ólýsanlegir, ég þurfti stundum að spyrja mig hvort þetta hafi í alvöru gerst. Þetta var einnig ótrúlega mikilvægt augnablik fyrir mig því ég fann að þarna á ég heima, á sviði og að syngja. Þetta hefur allt gerst mjög hratt svo ég hef verið að einbeita mér á að njóta hvers augnabliks.“ View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Upplifun og túlkun annarra gerir lagið enn stærra Aðspurður um hugmyndavinnuna á bak við þetta tónlistarmyndband segir Stefán að lagið sé alltaf að verða stærra og að margir hafa túlkað það á sinn hátt eftir flutninginn. „Við höfum aðeins þrjár mínútur á sviðinu og þá er auðvitað örlítið meiri pressa að koma öllum augnablikum vel inn á þessum tímaramma. Svo við ákváðum að ég mundi bara mæta og standa fyrir framan míkrófóninn og syngja eftir tilfinningunni. Ég hugsa alltaf um son minn þegar ég syng þetta lag og eftir að hafa lesið svo mörg skilaboð af upplifun og túlkun annarra á laginu þá er það einhvern veginn orðið enn stærra og þýðingarmeira.“ Syngur á íslensku Lagahöfundar ákváðu að halda laginu á íslensku eftir hafa fylgst með viðbrögðum Íslendinga eftir fyrri undanúrslit. „Ég veit að það var farið endalaust fram og til baka varðandi ákvörðunina. Ástæðan fyrir því að þessi ákvörðun var tekin var einfaldlega vegna þess að Ljósið vann sig inn í hjörtu fólks samstundis. Við töluðum um það saman á hóp spjallinu okkar að við fengum öll skilaboð eftir keppnina um hversu margir tengdu við ljósið sem sungið um og einnig hvernig aðrir túlkuðu ljósið. Það eru margir að tengja, bæði af persónulegum ástæðum og ástandinu í heiminum. Ljósið er öll vonin og allt hið fallega í myrkrinu, sem er oftast ekki hægt að komast undan. Það var magnað hvað margir tengdu hér heima en einnig fólkið í Evrópu sem hafa verið að skrifa og kommenta. Ljósið er fallegast í heimi.“ Teymi sem vinnur vel saman Stefán segir teymið á bak við lagið vera sem eitt núna. „Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir teymið á bak við lagið. Ég veit ekki hvort ég geti sett það í orð hvernig við höfum verið að vinna saman. Kannski er þægilegasta leiðin að útskýra er að við erum bara orðin eins og lítil fjölskylda. Það eru alls konar tilfinningar í þessu ferli og allir til staðar fyrir alla. Allir hafa líka verið í stuðningshlutverki fyrir hvert annað. View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Ég gæti ekki verið þakklátari. Eitt er að fá að taka þátt í þessari keppni, annað að fá að detta þann lukkupott sem það er að vera partur af þessu teymi, segir Stefán en auk hans samanstendur hópurinn af Birgi Steini, Andra Þóri, Helga Ómars, Helgu Ingibjörgu og Ragnari Má.“ Að sjá lífið í enn skýrara ljósi Stefán Óli hefur vakið athygli með persónulegri sögu sinni en hann kom meðal annars í hlaðvarpi Helga Ómars ásamt Birgi Steini. Þar opnaði Stefán sig um kvíða, sjálfsvígshugleiðingar og mikið einelti. Hann segist vera kominn langt á stuttum tíma en hann glímir enn við kvíða. Þar tekur hann einnig fram að keppnin hafi breytt lífinu sínu á kröftugan hátt. „Ég hef fengið stórar gjafir á aðeins örfáum árum, meðal annars son minn Matthías Óla sem ég lifi og anda fyrir. Hann drífur mig áfram að vera betri og heilbrigðari manneskja, bæði líkamlega og andlega. Ég vil sína honum gott fordæmi og sjá til þess að hann alist upp í eins kærleiksríku umhverfi og ég get mögulega skapað. Söngvakeppnin er einnig gjöf og þá sérstaklega fyrsta kvöldið sem ég keppti. Það var svolítið eins og að sjá lífið í enn skýrara ljósi. Sæluvíman eftir flutninginn var ólýsanleg. Eins stressaður og ég var að stíga á svið síðast þá get ég ekki beðið eftir að keppa í úrslitunum. Þetta er magnað dæmi.“ View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Besta leiðin að mæta öllum með kærleik Stefán segist einblína mikið á nú-ið þessa stundina. „Hvað varðar fortíðina þá hef ég verið að temja mér að taka sem minnst af gömlum sársauka inn í það sem ég er að gera núna. Ég hugsa ekki illt um einn né neinn. Ég veit að það velur enginn að vera vondur við annan einstakling, það liggur alltaf eitthvað að baki. Við vitum ekki hvað fólk er að ganga í gegnum, svo ég kýs að mæta öllum með kærleik. Ég tel það vera bestu leiðina.“ View this post on Instagram A post shared by Stefa n O li (@stefanolimusic) Stefán er orðinn virkilega spenntur fyrir næsta laugardagskvöldi og gefur í skyn að áhorfendur gætu átt von á einhverju óvæntu. „Ég má ekki segja mikið, en síðustu dagar hafa verið langir, strangir og geggjaðir. Við erum öll í þessu til að gera okkar allra besta og leggjum okkur öll rúmlega 120% í þetta. Bæði í keppninni sjálfri og í undirbúning og njótum augnabliksins í hverju skrefi.“
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Ljósið og Með hækkandi sól í úrslit Ljósið í flutningi Stefáns Óla og Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar fóru áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 26. febrúar 2022 21:50 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25
Ljósið og Með hækkandi sól í úrslit Ljósið í flutningi Stefáns Óla og Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar fóru áfram í úrslit Söngvakeppninnar í kvöld. 26. febrúar 2022 21:50