Ultraflex þvinga þig til að slappa af Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 9. mars 2022 09:01 Kari Jahnsen og Katrín Helga Andrésdóttir skipa sveitina Ultraflex. Julius Rueckert „Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd. „Skelltu þér í G-streng og háa hæla, smurðu þig inn með bodíljósjoni,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. „Drekktu í þig glitrandi bjöllur og silkimjúka hljóðgervla í bland við geðlæknislega rödd segja þér í boðhætti að slaka á.“ Handhægar leiðbeiningar um meðferð lagsins. Sveitin býður jafnframt hlustendum upp á að fá sinn daglega sæluhrollsskammt úr ASMR innblásnu myndbandinu, sem unnið er í samstarfi við naglalistakonuna Lisu Mård, skartgripahönnuðinn Margréti Unni Guðmundsdóttur, förðunarfræðinginn Jönu Kalgajeva og kvikmyndatökukonuna Ingrid Loftsgården. Ultraflex gaf út sýna fyrstu plötu árið 2020, Visions of Ultraflex, sem hlaut Kraumsverðlaunin og töluvert lof gagnrýnenda. Á henni var hljóðheimi sem hefði einhvern tímann þótt annars flokks gert hátt undir höfði og nostrað við hann. Tónlistarmyndböndin voru eimuð með eróbiki og Eydísaráratugnum og juku enn á hughrifin. Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Full of Lust af plötunni. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Skelltu þér í G-streng og háa hæla, smurðu þig inn með bodíljósjoni,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. „Drekktu í þig glitrandi bjöllur og silkimjúka hljóðgervla í bland við geðlæknislega rödd segja þér í boðhætti að slaka á.“ Handhægar leiðbeiningar um meðferð lagsins. Sveitin býður jafnframt hlustendum upp á að fá sinn daglega sæluhrollsskammt úr ASMR innblásnu myndbandinu, sem unnið er í samstarfi við naglalistakonuna Lisu Mård, skartgripahönnuðinn Margréti Unni Guðmundsdóttur, förðunarfræðinginn Jönu Kalgajeva og kvikmyndatökukonuna Ingrid Loftsgården. Ultraflex gaf út sýna fyrstu plötu árið 2020, Visions of Ultraflex, sem hlaut Kraumsverðlaunin og töluvert lof gagnrýnenda. Á henni var hljóðheimi sem hefði einhvern tímann þótt annars flokks gert hátt undir höfði og nostrað við hann. Tónlistarmyndböndin voru eimuð með eróbiki og Eydísaráratugnum og juku enn á hughrifin. Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Full of Lust af plötunni.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira