Þakklátur sundkónginum eftir góðan hring í bleytunni Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 11:00 Keith Mitchell með högg af 16. teig á The Players í Flórída í gær. AP/Gerald Herbert Ekki gátu allir kylfingar lokið fyrsta hring á The Players í gær og búist er við frekari töfum í dag, vegna úrhellis. Margir kylfingar náðu þó að ljúka fyrsta hringnum þrátt fyrir bleytuna og þrumuveður. Englendingurinn Tommy Fleetwood og Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge eru efstir þeirra, á -6 höggum. Fjórir kylfingar koma þar á eftir, á fimm höggum undir pari, og þar á meðal er hinn þrítugi Keith Mitchell sem hefur verið á mikilli uppleið eftir að hafa verið kominn niður í 249. sæti á heimslistanum fyrir ári síðan. Mitchell segir það hafa breytt öllu hjá sér að ræða við sigursælasta ólympíufara allra tíma, sundmanninn Michael Phelps, sem vann 23 gullverðlaun á Ólympíuleikum og alls 28 verðlaun á leikunum. Phelps fékk hann til að endurræsa „Ég var ekki að gefa allt mitt í þetta. Hann hjálpaði mér úr slæmri stöðu og fékk mig til að ýta á endurræsingartakkann fyrir ári síðan. Það kom þessu öllu af stað, að fá rétt hugarfar, þjálfun, og hætta að vera eitthvað að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Mitchell. „Við borðuðum saman í Phoenix og hann var að segja mér mjög áhugaverða hluti sem eiga við allar íþróttir. Ég gleymi því aldrei. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Það var ekki þetta týpíska úr golfinu um að slá bara eitt högg í einu og vera þolinmóður. Það var meira um hvernig maður hagar sér og einbeitir sér á vellinum, líkt og maður myndi gera á sundmóti,“ sagði Mitchell en aðstæður í gær minntu að vissu leyti á sundmót. Efsti maður heimslistans, Spánverjinn Jon Rahm, lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Margir kylfingar náðu þó að ljúka fyrsta hringnum þrátt fyrir bleytuna og þrumuveður. Englendingurinn Tommy Fleetwood og Bandaríkjamaðurinn Tom Hoge eru efstir þeirra, á -6 höggum. Fjórir kylfingar koma þar á eftir, á fimm höggum undir pari, og þar á meðal er hinn þrítugi Keith Mitchell sem hefur verið á mikilli uppleið eftir að hafa verið kominn niður í 249. sæti á heimslistanum fyrir ári síðan. Mitchell segir það hafa breytt öllu hjá sér að ræða við sigursælasta ólympíufara allra tíma, sundmanninn Michael Phelps, sem vann 23 gullverðlaun á Ólympíuleikum og alls 28 verðlaun á leikunum. Phelps fékk hann til að endurræsa „Ég var ekki að gefa allt mitt í þetta. Hann hjálpaði mér úr slæmri stöðu og fékk mig til að ýta á endurræsingartakkann fyrir ári síðan. Það kom þessu öllu af stað, að fá rétt hugarfar, þjálfun, og hætta að vera eitthvað að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Mitchell. „Við borðuðum saman í Phoenix og hann var að segja mér mjög áhugaverða hluti sem eiga við allar íþróttir. Ég gleymi því aldrei. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Það var ekki þetta týpíska úr golfinu um að slá bara eitt högg í einu og vera þolinmóður. Það var meira um hvernig maður hagar sér og einbeitir sér á vellinum, líkt og maður myndi gera á sundmóti,“ sagði Mitchell en aðstæður í gær minntu að vissu leyti á sundmót. Efsti maður heimslistans, Spánverjinn Jon Rahm, lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira