Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2022 07:01 Nýr 40/40 nafnalisti er birtur í dag en hann er tekinn saman af Góðum samskiptum, sem vinnur úr ábendingum ýmissa forkólfa og fjárfesta í atvinnulífinu um stjórnendur sem eru fertugir eða yngri og teljast líklegir til að ná langt í starfi. Að sögn Andrésar Jónssonar, framkvæmdastjóra Góðra samskipta, er augljóst að mjúkir eiginleikar stjórnenda teljast eftirsóttir og eru að hjálpa fólki að ná langt. Þetta er í þriðja sinn sem 40/40 listinn er tekinn saman og birtur. Vísir/Vilhelm Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. „Mér fannst einkennandi í þetta sinn að á listanum er hópur fólks sem á það sameiginlegt að vera með mikla og góða hæfni á mannlega sviðinu. Það er augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt, til viðbótar við sjálfsögð atriði eins og að koma vel fyrir og vera kurteist og málefnalegt,“ segir Andrés Jónsson framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan lista 40 stjórnenda, 40 ára og yngri, sem teljast rísandi stjörnur í íslensku atvinnulífi. Þetta er í þriðja sinn sem listinn er tekinn saman en margir þeirra sem áður hafa setið listann, hafa færst um set í starfi. Sem dæmi má nefna tvo fyrrum framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, þau Frosta Ólafsson og Ástu S. Fjeldsted, sem bæði hafa verið á áðurnefndum lista. Frosti er nú forstjóri Olís og Ásta forstjóri Krónunnar. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, er fjallað um 40/40 lista ársins 2022 en leiða má líkum að því að margir þeirra sem tilgreindir eru á þessum listum, séu til framtíðar öflugir og upprennandi stjórnendur. Við vorum ekki tilbúin fyrr 40/40 listinn var fyrst tekinn saman og birtur árið 2018. Strax þá var miðað við að kynjahlutföll yrðu jöfn, tuttugu konur og tuttugu karlar. Listinn var síðan aftur birtur árið 2020 og í dag má sjá nöfn þeirra sem valin hafa verið úr hópi um þrjú hundruð einstaklinga sem fólk í ólíkum atvinnugreinum sendi inn nafnaábendingar um. Góð samskipti unnu síðan að frekari upplýsingaöflun um hvern og einn einstakling á úrtakslista. „Hugmyndin varð til vegna þess að mér fannst skorta sýnileika þessa hóps fólks sem á í harðri samkeppni um æðstu stjórnendastörfin og stærstu hlutverkin í atvinnulífinu. Við erum vissulega með alls kyns verðlaun og viðurkenningar í atvinnulífinu, hömpum fyrirtækjum og forsvarsaðilum og erum líka mjög dugleg að draga fram og varpa ljósi á frumkvöðla. En það er ekki jafn sýnilegur hópurinn sem er að vinna sig upp í stjórnendastörfum innan fyrirtækja, þessir framtíðarleiðtogar atvinnulífsins.“ Andrés segir þó mikilvægt að líta ekki á nafnalistann sem tæmandi lista yfir þá sem teljast vænlegir framtíðarstjórnendur. Hins vegar sé svona samantekt jákvæð og góð leið til að draga fram fólk sem nú þegar er að gera góða hluti í atvinnulífinu og er líklegt til að ná enn lengra. „Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár, áður en við létum til skarar skríða árið 2018. Satt best að segja tel ég okkur ekki hafa verið tilbúin fyrir svona lista fyrr, því árin eftir hrun vorum við lengi í sárum,“ segir Andrés og rifjar það upp hvernig það tók í raun samfélagið nokkur ár að jafna sig á því áfalli sem bankahrunið var og taka íslenskt atvinnulíf meira í sátt. Árið 2018 fannst mér hins vegar óhætt að byrja að hrósa aftur fyrir það sem vel er gert í atvinnulífinu og draga fram þessi nöfn. Því þarna erum við að tala um öflugan hóp afreksfólks. Þetta eru allt einstaklingar sem eru nú þegar búin að ná langt í starfi. Fólk sem núverandi forkólfar í atvinnulífinu eru búnir að koma auga á sem vænlega stjórnendur í framtíðinni. Þessi hópur miðast við fjörutíu ára eða yngri, sem þýðir líka að þarna er enginn á lista sem fólk tengir við aðdraganda áfallsins sem bankahrunið var.“ Andrés segist ekki feiminn við að tala um þennan hóp fólks sem afreksfólk. „Það eru miklar kröfur gerðar til stjórnenda í dag og síst minni en áður. Þetta er allt fólk sem hefur mikinn metnað til að gera vel og ná langt og leggur mikið á sig til að ná árangri. Ég meina, hvað fær fólk til að fara í langt nám, vinna langa vinnudaga, velja að fara í krefjandi störf þar sem kröfur um árangur og hæfni er mjög mikil og samkeppnin um störfin gífurleg?“ segir Andrés og bætir við: „Það hafa alls ekkert allir áhuga á að verða stjórnendur, en hvers vegna ekki að gefa fólki klapp á bakið sem nú þegar er að sýna okkur að það hafi áhugann og getuna?“ Hér má sjá mynd af þeim stjórnendum sem eru á 40/40 listanum þetta árið. Kynjahlutföll eru jöfn en allt er þetta fólk sem er fertugt eða yngra. Nöfn og stöðuheiti má sjá neðst í grein. Þetta er í þriðja sinn sem Góð samskipti taka saman 40/40 lista yfir afreksfólk í atvinnulífinu en ábendingar um stjórnendur berast frá ýmsum forkólfum og fjárfestum. Góð samskipti sjá síðan um úrvinnslu og frekari gagnaöflun. Ýmislegt að breytast og margt jákvætt Andrés segir sitthvað hafa breyst á þeim fjórum árum sem listinn hefur verið birtur. „Fólkið á listanum í ár á margt sameiginlegt. Þetta eru flestallt miklir pepparar og miklir liðsmenn. Þau eru jafn miklir fyrirliðar og þau eru þjálfarar. Það er úrelt það sem eitt sinn þótti kannski sjálfsagt að þessi hópur væri upptekinn að veraldlegum gæðum eða að komast til áhrifa sem einhvers konar stöðutákn. Þetta er ekki lengur aðaldrifkrafturinn. Í ár eru til dæmis mjög margir á listanum sem hafa einsett sér að því að vinna vel að loftslagsmálum og þarna eru líka margir sem eru mjög virkir í einhvers konar félagsstörfum, íþróttum eða öðru jákvæðu fyrir samfélagið.“ Þá segist Andrés einnig upplifa viðhorfsbreytingu þegar kemur að kynjamálunum. „Við vorum alltaf ákveðin í að vera með jöfn kynjahlutföll á listanum en ég viðurkenni að þegar að við unnum fyrsta listann, þurftum við sjálf að setja á okkur kynjagleraugun því við vorum með þessa sömu sjónskekkju og aðrir að ofmeta karla í atvinnulífinu og vanmeta konurnar. Það reyndist auðvitað alrangt hjá okkur að erfitt yrði að finna jafn margar hæfar konur og karla og hefur aldrei verið vandamál.“ Þvert á móti reyndar. „Í kynjamálunum virðist vera einhver viðhorfsbreyting að eiga sér stað í atvinnulífinu því þegar að við unnum þennan lista núna fengum við um þrjú hundruð ábendingar og þar voru hlutfallslega fleiri konur en karlar.“ Andrés segist vona að fólk líti á þennan lista sem hvatningu og jafnvel að það gefi öðru fólki innblástur. Þarna eru toppstjórnendur dregnir fram og alltaf gaman að sjá fólk sem er að gera góða hluti. Og það úr öllum greinum atvinnulífsins. „Fólk hefur alltaf áhuga á fólki og það geta jafnvel einhverjir mátað sig við þessa lista. Séð hvernig þessi hópur fólks er að gera hlutina eða jafnvel að forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga eftir að skipta um stjórnendur á næstu misserum eða árum fái augastað á einhverjum sem þarna er.“ En hefur verið auðvelt að fá ábendingar um fólk úr öllum atvinnugreinum? „Mér hefur því miður fundist vanta svolítið upp á að fá fleiri nöfn úr raunhagkerfinu. Ég nefni sérstaklega sjávarútveginn. Því jafn stór og hann er og mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, fyndist mér mega koma fleiri nöfn þaðan.“ Hver heldur þú að skýringin á því sé? „Mögulega er það aldurstengd skýring að hluta. Að sjávarútvegurinn eigi hreinlega eftir að fara í gegnum kynslóðaskipti eins og víða er og kannski bara ekki komið að þeim tímapunkti enn,“ segir Andrés en bætir við: „En það gæti líka verið að orðræðan sem er um sjávarútveginn sé bara þannig að fólk í þessum geira veigri sér við að vera of mikið að taka þátt í einhverju sem gerir sjávarútveginn sýnilegri.“ Að þessu sögðu segir Andrés mikilvægt að líta aldrei á listann sem neinn stóra dóm um að þeir sem ekki komist á listann, teljist þá ekki vænlegir framtíðarstjórnendur. „Listinn er meira hugsaður sem jákvætt innlegg inn í umræðuna og skapa þessu áhugaverða og metnaðarfulla fólki aukinn sýnileika.“ Þurfum að gera betur í ráðningum Í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku, sagði Andrés að mögulega þyrftu fyrirtæki að vanda sig betur við ráðningar. Rannsóknir sýna að aðeins 50-75% teljast farsælar ráðningar. Í Reykjavík síðdegis benti Andrés til dæmis á að stundum væru kröfum um tiltekna háskólamenntun ofaukið í starfsauglýsingar, að minnsta kosti miðað við starfslýsinguna sem þar kæmi fram. „Oft eru fyrirtæki kannski að auðvelda sér síuna. Setja fram kröfur til þess að þurfa ekki að fara í gegnum jafn margar umsóknir. En þetta getur verið dýrkeypt og útilokað vænlega kandídata og leitt til þess að ráðningin er á endanum ekkert sú farsælasta,“ segir Andrés og bendir einnig á að ef vel ætti að vera, þyrftu atvinnuviðtöl helst að vera fleiri og fjölbreyttari, en ekki bara tvö til þrjú eins og oft er nú með stjórnendaráðningar. Stundum reyndar færri. Frá árinu 2012 hafa Góð samskipti meðal annars boðið upp á stjórnendaleit. Þar er lögð áhersla á að afla gagna og umsagna. „Of algeng tilhneiging er að fólk éti svolítið upp eftir öðru. Geri svolítið það sem það sér að aðrir gera. Ef til dæmis einstaklingur hefur verið starfað í nokkur ár hjá fyrirtæki með jákvæða ásýnd, hugsa margir: Já þessi hlýtur þá að vera rosalega hæf fyrst hún var að vinna þarna….“ Hið rétta er segir Andrés, að það þarf einfaldlega alls ekkert að vera og sannast ekkert nema með því að fá upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera í fyrri störfum, hvernig gekk, hvaða verkefni hann leiddi og hvers konar umsagnir viðkomandi fær. Einnig geti vel hönnuð starfstengd verkefni haft mikið forspárgildi. En ertu með einhver góð ráð fyrir ungt fólk sem vill láta til sín taka sem framtíðarstjórnendur, jafnvel að komast síðar á 40/40 listann? „Já það er ýmislegt sem fólk getur gert til að vekja athygli á sér. Til dæmis að vera duglegt að taka þátt í fagfélögum eða félagsstarfi. Taka virkan þátt í fagumræðu, eða skrifa greinar og birta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Með öðrum orðum: Hreinlega að sækja sér tækifærin með sýnileika,“ segir Andrés. Hann segist þó einnig taka eftir því í vinnunni við 40/40 listann að þar eru líka einstaklingar sem velja aðra leið en sýnileikann og fá samt margar tilnefningar ábendingaraðila. „Ég nefni sérstaklega þá einstaklinga sem velja trúfestu frekar en sýnileika. Þetta eru oft einstaklingar sem velja það sérstaklega að vera í starfi í nokkur ár þar sem unnið er fyrir einhvern mjög reynslumikinn og sterkan leiðtoga. Margir velja sér þá leið að efla sig í starfi og reynslu, með því að vinna fyrir þessa einstaklinga lengi, óháð stöðugildum eða launum, en til þess markvisst að læra af þeim sem mentorum.“ En eitt í lokin: Er eitthvað sem þér finnst þú taka eftir við 40/40 listana síðan árið 2018, sem gefur þér tilfinningu fyrir því hver þróunin verður næstu árin varðandi framtíðarleiðtoga? Já mér finnst ekki ólíklegt að atvinnulífið og samfélagið í heild sinni sé að falast meira eftir lágstemmdari leiðtogum en kannski eitt sinn var. Sterkur leiðtogi í dag mælir ekki stöðutáknið sitt með stórri skrifstofu, stórum bíl eða fyrirtækjakorti. Í dag þarf ekkert af þessu til að vera góður leiðtogi. Það eru einfaldlega aðrir mælikvarðar sem fólk og fyrirtæki eru farin að horfa meira til.“ Nöfn þeirra sem eru á 40/40 listanum árið 2022 Nöfn eru birt í stafrófsröð. Anna Rut Ágústsdóttir (f.1984), forstöðumaður fjármála og rekstrar, Kvika Álfheiður Ágústdóttir (f.1981), forstjóri Elkem Ásdís Eir Símonardóttir (f.1984), VP of People & Culture hjá Lucinity Birgir Viðarsson (f.1981), forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá Birkir Jóhannsson (f.1983), framvkæmdastjóri kjarnastarfsemi VÍS Björk Kristjánsdóttir (f.1983), fjármálastjóri hjá CRI Einar Þór Steinsdótsson (f.1983), framkvæmdastjóri fjárfestinga og þróunar hjá Íslenskri fjárfestingu Elísa Dögg Björnsdóttir (f.1985), framkvæmdastjóri TVG Zimzen Elísabet Ólöf Allwood (f.1986), fjármálastjóri Steypustöðvarinnar Ellert Arnarson (f.1987), forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans Guðrún Aðalsteinsdóttir (f.1985), forstöðumaður innkaupa og vörustýringar Krónunnar Guðrún Nielsen (f.1990), forstöðumaður reikningshalds hjá Skeljungi Gunnur Líf Gunnarsdóttir (f.1987), framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa Halldór Karl Halldórsson (f.1982), lögmaður og framkvæmdastjóri BBA/Fjeldco Heiður Björk Friðbjörnsdóttir (f.1987), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir (f.1984), markaðsstjóri Krónunnar Hulda Júlíana Jónsdóttir (f.1981), framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Byko Jón Garðar Jörundsson (f.1981), framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi Jón Skaftason (f.1983), framkvæmdastjóri Strengs Jón Þór Gunnarsson (f.1985), forstjóri Kaldalóns Karen Ósk Gylfadóttir (f.1988), sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála Lyfju Katrín Ýr Magnúsdóttir (f.1986), Director of Inspection & Sorting hjá Marel Kári Steinn Karlsson (f.1986), fjármálastjóri 66°N Kristín Líf Valtýsdóttir (f.1985), Product manager hjá Controlant Magnús Magnússon (f.1988), framkdæmastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir (f.1981), sjóðsstjóri hjá Brunni Matthías Stephensen (f.1986), rekstrarstjóri viðskiptabanka hjá Arion banka Máni Atlason (f.1985), framkvæmdastjóri Gamma Capital Managment hjá Kviku Melanie Schneider (f.1981), Chief Commercial Officer hjá Beedle Narfi Þorsteinn Snorrason (f.1982), Strategy and Development hjá Marel Ólafur Hrafn Höskuldsson (f.1981), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka Ólafur Rúnar Þórhallsson (f.1984), rekstrarstjóri hjá Krónunni Runólfur Þór Sanders (f.1984), fjármálastjóri S4S Sara Pálsdóttir (f.1983), framkvæmdastjóri samfélags hjá Landsbankanum Sigríður Mogensen (f.1985), sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI Stacey Beth Katz (f.1986), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Marel Sveinn Rafn Eiðsson (f.1982), forstjóri Lagardère travel retail Viðar Svansson (f.1982), framkvæmdastjóri Kaptio Þorsteinn Kári Jónsson (f.1986), forstöðumaður sjálfbærni hjá Marel Þórður Arnar Þórðarson (f.1986), framkvæmdastjóri hjá Vistor Nánari umsögn um hvern og einn má lesa um HÉR. Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 „Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Mér fannst einkennandi í þetta sinn að á listanum er hópur fólks sem á það sameiginlegt að vera með mikla og góða hæfni á mannlega sviðinu. Það er augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt, til viðbótar við sjálfsögð atriði eins og að koma vel fyrir og vera kurteist og málefnalegt,“ segir Andrés Jónsson framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan lista 40 stjórnenda, 40 ára og yngri, sem teljast rísandi stjörnur í íslensku atvinnulífi. Þetta er í þriðja sinn sem listinn er tekinn saman en margir þeirra sem áður hafa setið listann, hafa færst um set í starfi. Sem dæmi má nefna tvo fyrrum framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, þau Frosta Ólafsson og Ástu S. Fjeldsted, sem bæði hafa verið á áðurnefndum lista. Frosti er nú forstjóri Olís og Ásta forstjóri Krónunnar. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, er fjallað um 40/40 lista ársins 2022 en leiða má líkum að því að margir þeirra sem tilgreindir eru á þessum listum, séu til framtíðar öflugir og upprennandi stjórnendur. Við vorum ekki tilbúin fyrr 40/40 listinn var fyrst tekinn saman og birtur árið 2018. Strax þá var miðað við að kynjahlutföll yrðu jöfn, tuttugu konur og tuttugu karlar. Listinn var síðan aftur birtur árið 2020 og í dag má sjá nöfn þeirra sem valin hafa verið úr hópi um þrjú hundruð einstaklinga sem fólk í ólíkum atvinnugreinum sendi inn nafnaábendingar um. Góð samskipti unnu síðan að frekari upplýsingaöflun um hvern og einn einstakling á úrtakslista. „Hugmyndin varð til vegna þess að mér fannst skorta sýnileika þessa hóps fólks sem á í harðri samkeppni um æðstu stjórnendastörfin og stærstu hlutverkin í atvinnulífinu. Við erum vissulega með alls kyns verðlaun og viðurkenningar í atvinnulífinu, hömpum fyrirtækjum og forsvarsaðilum og erum líka mjög dugleg að draga fram og varpa ljósi á frumkvöðla. En það er ekki jafn sýnilegur hópurinn sem er að vinna sig upp í stjórnendastörfum innan fyrirtækja, þessir framtíðarleiðtogar atvinnulífsins.“ Andrés segir þó mikilvægt að líta ekki á nafnalistann sem tæmandi lista yfir þá sem teljast vænlegir framtíðarstjórnendur. Hins vegar sé svona samantekt jákvæð og góð leið til að draga fram fólk sem nú þegar er að gera góða hluti í atvinnulífinu og er líklegt til að ná enn lengra. „Ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár, áður en við létum til skarar skríða árið 2018. Satt best að segja tel ég okkur ekki hafa verið tilbúin fyrir svona lista fyrr, því árin eftir hrun vorum við lengi í sárum,“ segir Andrés og rifjar það upp hvernig það tók í raun samfélagið nokkur ár að jafna sig á því áfalli sem bankahrunið var og taka íslenskt atvinnulíf meira í sátt. Árið 2018 fannst mér hins vegar óhætt að byrja að hrósa aftur fyrir það sem vel er gert í atvinnulífinu og draga fram þessi nöfn. Því þarna erum við að tala um öflugan hóp afreksfólks. Þetta eru allt einstaklingar sem eru nú þegar búin að ná langt í starfi. Fólk sem núverandi forkólfar í atvinnulífinu eru búnir að koma auga á sem vænlega stjórnendur í framtíðinni. Þessi hópur miðast við fjörutíu ára eða yngri, sem þýðir líka að þarna er enginn á lista sem fólk tengir við aðdraganda áfallsins sem bankahrunið var.“ Andrés segist ekki feiminn við að tala um þennan hóp fólks sem afreksfólk. „Það eru miklar kröfur gerðar til stjórnenda í dag og síst minni en áður. Þetta er allt fólk sem hefur mikinn metnað til að gera vel og ná langt og leggur mikið á sig til að ná árangri. Ég meina, hvað fær fólk til að fara í langt nám, vinna langa vinnudaga, velja að fara í krefjandi störf þar sem kröfur um árangur og hæfni er mjög mikil og samkeppnin um störfin gífurleg?“ segir Andrés og bætir við: „Það hafa alls ekkert allir áhuga á að verða stjórnendur, en hvers vegna ekki að gefa fólki klapp á bakið sem nú þegar er að sýna okkur að það hafi áhugann og getuna?“ Hér má sjá mynd af þeim stjórnendum sem eru á 40/40 listanum þetta árið. Kynjahlutföll eru jöfn en allt er þetta fólk sem er fertugt eða yngra. Nöfn og stöðuheiti má sjá neðst í grein. Þetta er í þriðja sinn sem Góð samskipti taka saman 40/40 lista yfir afreksfólk í atvinnulífinu en ábendingar um stjórnendur berast frá ýmsum forkólfum og fjárfestum. Góð samskipti sjá síðan um úrvinnslu og frekari gagnaöflun. Ýmislegt að breytast og margt jákvætt Andrés segir sitthvað hafa breyst á þeim fjórum árum sem listinn hefur verið birtur. „Fólkið á listanum í ár á margt sameiginlegt. Þetta eru flestallt miklir pepparar og miklir liðsmenn. Þau eru jafn miklir fyrirliðar og þau eru þjálfarar. Það er úrelt það sem eitt sinn þótti kannski sjálfsagt að þessi hópur væri upptekinn að veraldlegum gæðum eða að komast til áhrifa sem einhvers konar stöðutákn. Þetta er ekki lengur aðaldrifkrafturinn. Í ár eru til dæmis mjög margir á listanum sem hafa einsett sér að því að vinna vel að loftslagsmálum og þarna eru líka margir sem eru mjög virkir í einhvers konar félagsstörfum, íþróttum eða öðru jákvæðu fyrir samfélagið.“ Þá segist Andrés einnig upplifa viðhorfsbreytingu þegar kemur að kynjamálunum. „Við vorum alltaf ákveðin í að vera með jöfn kynjahlutföll á listanum en ég viðurkenni að þegar að við unnum fyrsta listann, þurftum við sjálf að setja á okkur kynjagleraugun því við vorum með þessa sömu sjónskekkju og aðrir að ofmeta karla í atvinnulífinu og vanmeta konurnar. Það reyndist auðvitað alrangt hjá okkur að erfitt yrði að finna jafn margar hæfar konur og karla og hefur aldrei verið vandamál.“ Þvert á móti reyndar. „Í kynjamálunum virðist vera einhver viðhorfsbreyting að eiga sér stað í atvinnulífinu því þegar að við unnum þennan lista núna fengum við um þrjú hundruð ábendingar og þar voru hlutfallslega fleiri konur en karlar.“ Andrés segist vona að fólk líti á þennan lista sem hvatningu og jafnvel að það gefi öðru fólki innblástur. Þarna eru toppstjórnendur dregnir fram og alltaf gaman að sjá fólk sem er að gera góða hluti. Og það úr öllum greinum atvinnulífsins. „Fólk hefur alltaf áhuga á fólki og það geta jafnvel einhverjir mátað sig við þessa lista. Séð hvernig þessi hópur fólks er að gera hlutina eða jafnvel að forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga eftir að skipta um stjórnendur á næstu misserum eða árum fái augastað á einhverjum sem þarna er.“ En hefur verið auðvelt að fá ábendingar um fólk úr öllum atvinnugreinum? „Mér hefur því miður fundist vanta svolítið upp á að fá fleiri nöfn úr raunhagkerfinu. Ég nefni sérstaklega sjávarútveginn. Því jafn stór og hann er og mikilvægur fyrir íslenskt atvinnulíf, fyndist mér mega koma fleiri nöfn þaðan.“ Hver heldur þú að skýringin á því sé? „Mögulega er það aldurstengd skýring að hluta. Að sjávarútvegurinn eigi hreinlega eftir að fara í gegnum kynslóðaskipti eins og víða er og kannski bara ekki komið að þeim tímapunkti enn,“ segir Andrés en bætir við: „En það gæti líka verið að orðræðan sem er um sjávarútveginn sé bara þannig að fólk í þessum geira veigri sér við að vera of mikið að taka þátt í einhverju sem gerir sjávarútveginn sýnilegri.“ Að þessu sögðu segir Andrés mikilvægt að líta aldrei á listann sem neinn stóra dóm um að þeir sem ekki komist á listann, teljist þá ekki vænlegir framtíðarstjórnendur. „Listinn er meira hugsaður sem jákvætt innlegg inn í umræðuna og skapa þessu áhugaverða og metnaðarfulla fólki aukinn sýnileika.“ Þurfum að gera betur í ráðningum Í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku, sagði Andrés að mögulega þyrftu fyrirtæki að vanda sig betur við ráðningar. Rannsóknir sýna að aðeins 50-75% teljast farsælar ráðningar. Í Reykjavík síðdegis benti Andrés til dæmis á að stundum væru kröfum um tiltekna háskólamenntun ofaukið í starfsauglýsingar, að minnsta kosti miðað við starfslýsinguna sem þar kæmi fram. „Oft eru fyrirtæki kannski að auðvelda sér síuna. Setja fram kröfur til þess að þurfa ekki að fara í gegnum jafn margar umsóknir. En þetta getur verið dýrkeypt og útilokað vænlega kandídata og leitt til þess að ráðningin er á endanum ekkert sú farsælasta,“ segir Andrés og bendir einnig á að ef vel ætti að vera, þyrftu atvinnuviðtöl helst að vera fleiri og fjölbreyttari, en ekki bara tvö til þrjú eins og oft er nú með stjórnendaráðningar. Stundum reyndar færri. Frá árinu 2012 hafa Góð samskipti meðal annars boðið upp á stjórnendaleit. Þar er lögð áhersla á að afla gagna og umsagna. „Of algeng tilhneiging er að fólk éti svolítið upp eftir öðru. Geri svolítið það sem það sér að aðrir gera. Ef til dæmis einstaklingur hefur verið starfað í nokkur ár hjá fyrirtæki með jákvæða ásýnd, hugsa margir: Já þessi hlýtur þá að vera rosalega hæf fyrst hún var að vinna þarna….“ Hið rétta er segir Andrés, að það þarf einfaldlega alls ekkert að vera og sannast ekkert nema með því að fá upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera í fyrri störfum, hvernig gekk, hvaða verkefni hann leiddi og hvers konar umsagnir viðkomandi fær. Einnig geti vel hönnuð starfstengd verkefni haft mikið forspárgildi. En ertu með einhver góð ráð fyrir ungt fólk sem vill láta til sín taka sem framtíðarstjórnendur, jafnvel að komast síðar á 40/40 listann? „Já það er ýmislegt sem fólk getur gert til að vekja athygli á sér. Til dæmis að vera duglegt að taka þátt í fagfélögum eða félagsstarfi. Taka virkan þátt í fagumræðu, eða skrifa greinar og birta í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Með öðrum orðum: Hreinlega að sækja sér tækifærin með sýnileika,“ segir Andrés. Hann segist þó einnig taka eftir því í vinnunni við 40/40 listann að þar eru líka einstaklingar sem velja aðra leið en sýnileikann og fá samt margar tilnefningar ábendingaraðila. „Ég nefni sérstaklega þá einstaklinga sem velja trúfestu frekar en sýnileika. Þetta eru oft einstaklingar sem velja það sérstaklega að vera í starfi í nokkur ár þar sem unnið er fyrir einhvern mjög reynslumikinn og sterkan leiðtoga. Margir velja sér þá leið að efla sig í starfi og reynslu, með því að vinna fyrir þessa einstaklinga lengi, óháð stöðugildum eða launum, en til þess markvisst að læra af þeim sem mentorum.“ En eitt í lokin: Er eitthvað sem þér finnst þú taka eftir við 40/40 listana síðan árið 2018, sem gefur þér tilfinningu fyrir því hver þróunin verður næstu árin varðandi framtíðarleiðtoga? Já mér finnst ekki ólíklegt að atvinnulífið og samfélagið í heild sinni sé að falast meira eftir lágstemmdari leiðtogum en kannski eitt sinn var. Sterkur leiðtogi í dag mælir ekki stöðutáknið sitt með stórri skrifstofu, stórum bíl eða fyrirtækjakorti. Í dag þarf ekkert af þessu til að vera góður leiðtogi. Það eru einfaldlega aðrir mælikvarðar sem fólk og fyrirtæki eru farin að horfa meira til.“ Nöfn þeirra sem eru á 40/40 listanum árið 2022 Nöfn eru birt í stafrófsröð. Anna Rut Ágústsdóttir (f.1984), forstöðumaður fjármála og rekstrar, Kvika Álfheiður Ágústdóttir (f.1981), forstjóri Elkem Ásdís Eir Símonardóttir (f.1984), VP of People & Culture hjá Lucinity Birgir Viðarsson (f.1981), forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá Birkir Jóhannsson (f.1983), framvkæmdastjóri kjarnastarfsemi VÍS Björk Kristjánsdóttir (f.1983), fjármálastjóri hjá CRI Einar Þór Steinsdótsson (f.1983), framkvæmdastjóri fjárfestinga og þróunar hjá Íslenskri fjárfestingu Elísa Dögg Björnsdóttir (f.1985), framkvæmdastjóri TVG Zimzen Elísabet Ólöf Allwood (f.1986), fjármálastjóri Steypustöðvarinnar Ellert Arnarson (f.1987), forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans Guðrún Aðalsteinsdóttir (f.1985), forstöðumaður innkaupa og vörustýringar Krónunnar Guðrún Nielsen (f.1990), forstöðumaður reikningshalds hjá Skeljungi Gunnur Líf Gunnarsdóttir (f.1987), framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa Halldór Karl Halldórsson (f.1982), lögmaður og framkvæmdastjóri BBA/Fjeldco Heiður Björk Friðbjörnsdóttir (f.1987), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir (f.1984), markaðsstjóri Krónunnar Hulda Júlíana Jónsdóttir (f.1981), framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Byko Jón Garðar Jörundsson (f.1981), framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi Jón Skaftason (f.1983), framkvæmdastjóri Strengs Jón Þór Gunnarsson (f.1985), forstjóri Kaldalóns Karen Ósk Gylfadóttir (f.1988), sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála Lyfju Katrín Ýr Magnúsdóttir (f.1986), Director of Inspection & Sorting hjá Marel Kári Steinn Karlsson (f.1986), fjármálastjóri 66°N Kristín Líf Valtýsdóttir (f.1985), Product manager hjá Controlant Magnús Magnússon (f.1988), framkdæmastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir (f.1981), sjóðsstjóri hjá Brunni Matthías Stephensen (f.1986), rekstrarstjóri viðskiptabanka hjá Arion banka Máni Atlason (f.1985), framkvæmdastjóri Gamma Capital Managment hjá Kviku Melanie Schneider (f.1981), Chief Commercial Officer hjá Beedle Narfi Þorsteinn Snorrason (f.1982), Strategy and Development hjá Marel Ólafur Hrafn Höskuldsson (f.1981), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka Ólafur Rúnar Þórhallsson (f.1984), rekstrarstjóri hjá Krónunni Runólfur Þór Sanders (f.1984), fjármálastjóri S4S Sara Pálsdóttir (f.1983), framkvæmdastjóri samfélags hjá Landsbankanum Sigríður Mogensen (f.1985), sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI Stacey Beth Katz (f.1986), framkvæmdastjóri fjármálasviðs Marel Sveinn Rafn Eiðsson (f.1982), forstjóri Lagardère travel retail Viðar Svansson (f.1982), framkvæmdastjóri Kaptio Þorsteinn Kári Jónsson (f.1986), forstöðumaður sjálfbærni hjá Marel Þórður Arnar Þórðarson (f.1986), framkvæmdastjóri hjá Vistor Nánari umsögn um hvern og einn má lesa um HÉR.
Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Mannauðsmál Tengdar fréttir Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 „Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
„Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00
„Ég hef óbilandi trú á komandi kynslóðum“ „Þetta er bara áhættustýring 101“ segir Ásthildur Otharsdóttir meðal annars um hvers vegna fjármagn á að stuðla að sjálfbærri framtíð. 27. janúar 2022 07:00
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00