Vann Players-mótið fyrir móður sína og systur sem hann hafði ekki séð í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 09:30 Cameron Smith fagnar með bikarinn sem hann fékk fyrir sigur á Players meistaramótinu. AP/Gerald Herbert Ástralinn Cameron Smith fagnaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi í gær en þetta var frábær vika fyrir þennan viðkunnanlega Ástrala. Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith. Golf Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith.
Golf Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira