Vann Players-mótið fyrir móður sína og systur sem hann hafði ekki séð í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 09:30 Cameron Smith fagnar með bikarinn sem hann fékk fyrir sigur á Players meistaramótinu. AP/Gerald Herbert Ástralinn Cameron Smith fagnaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi í gær en þetta var frábær vika fyrir þennan viðkunnanlega Ástrala. Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith. Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith.
Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira