Myndband: BMW sýnir M3 Touring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. mars 2022 07:01 Afturendi á M3 Touring. Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur svipt hulunni af M3 Touring, M3 skutbílnum sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. M3 bílar hafa aldrei áður verið fáanlegir í skutbíla eða Touring útgáfu. Bíllinn er væntanlegur seinna á þessu ári. Afturendi bílsins sést á myndbandi sem BMW birti í gær. Myndband sem birtist á YouTube rás BMW sýnir sögu M bíla og þar á meðal er hinn nýja Touring útgáfa. Myndbandið má sjá hér að neðan: Touring bíllinn deilir miklu af yfirbyggingunni með stallbaknum en augljóslega þarf að taka tillit til ólíks afturenda. Afturstuðarinn er eins og sama má segja um púströrin fjögur. Framendinn á Touring bílnum sést í felulitum í myndbandinu, framstuðarinn er tekinn stallbaksútgáfunni. BMW hefur ekki enn staðfest hvenær afhendingar byrja, en bíllinn verður líklega kynntur formlega á þessu ári. Þessi M3 Touring er sá fyrsti í röð margra væntanlegra nýrra M bíla í tilefni 50 ára afmælis M bíla. Aðrir eru til að mynda M2 Competition, léttur M4 CSL og XM jepplingur. Vélin er sögð sú sama og er í M3 stallbaknum, þriggja lítra 473 hestafla vél með tveimur forþjöppum. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent
Myndband sem birtist á YouTube rás BMW sýnir sögu M bíla og þar á meðal er hinn nýja Touring útgáfa. Myndbandið má sjá hér að neðan: Touring bíllinn deilir miklu af yfirbyggingunni með stallbaknum en augljóslega þarf að taka tillit til ólíks afturenda. Afturstuðarinn er eins og sama má segja um púströrin fjögur. Framendinn á Touring bílnum sést í felulitum í myndbandinu, framstuðarinn er tekinn stallbaksútgáfunni. BMW hefur ekki enn staðfest hvenær afhendingar byrja, en bíllinn verður líklega kynntur formlega á þessu ári. Þessi M3 Touring er sá fyrsti í röð margra væntanlegra nýrra M bíla í tilefni 50 ára afmælis M bíla. Aðrir eru til að mynda M2 Competition, léttur M4 CSL og XM jepplingur. Vélin er sögð sú sama og er í M3 stallbaknum, þriggja lítra 473 hestafla vél með tveimur forþjöppum.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent