Audi mögulega með pallbíl í pípunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. mars 2022 07:01 Hugmyndabíllinn Audi AI:trail frá 2019 Framkvæmdastjóri þýska bílaframleiðandans Audi, Markus Duesmann hefur staðfest að Audi sé að skoða að smíða pallbíl. Audi vill smíða keppinaut fyrir Ford Ranger pallbílinn. Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni. Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent
Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni.
Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent