Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 21. mars 2022 08:28 Síðasta Fræðslukvöld á vegum SVFR var einstaklega vel sótt og skemmtilegt og greinilegt að veiðimenn og veiðikonur voru orðin langeyg eftir tækifæri að hittast og ræða veiði. Á síðasta fræðslukvöldi var talað um sjóbirting en á næsta kvöldi sem verður haldið á Ölveri í Glæsibæ miðvikudaginn 23. mars verður farið í laxveiði enda styttist óðum í að sá silfraði fari að mæta í árnar. Til að fræða viðstadda um það helsta í laxveiðinni verða Karl Magnús Gunnarsson leiðsögumaður en hann hefur verið viðloðin veiðileiðsögn í um tvo áratugi. Vala Árnadóttir er dóttir hins kunnuga laxahvíslara Árna Bald og hefur verið við veiðar víða um heim frá blautu barnsbeini og er í dag ein reyndasta veiðikona landsins. Undirritaður fær pínu kjánahroll við að tilkynna að hann verði síðan sá síðasti í púltinu það kvöld en á 30 árum við laxveiðar og veiðileiðsögn hlýtur að vera eitthvað sem maður getur kennt og komið á framfæri. Umræðuefnið verður sem fyrr laxveiði og þar verður stiklað á því helsta sem viðkemur laxveiðum en þar má nefna aðkomu að veiðistað, veitt og sleppt, val á flugum, yfirferð á veiðistað, hvar liggur laxinn, hvíld veiðistaða, haustveiði vs sumarveiði og margt fleira. Á kvöldinu verður eins og venjan er glæsilegt happdrætti að í lokin og verða vinningar frá Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélaginu, Veiðiportinu, Veiðihorninu, Haugurinn, Flugubúllan og Veiðiflugur á hlaðborði vinninga á þessu kvöldi og reyndar öllum kvöldunum sem framundan eru. Fræðslan hefst klukkan 20:00 og eru veiðimenn og veiðikonur hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti á Ölveri í Glæsibæ næsta miðvikudag. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Á síðasta fræðslukvöldi var talað um sjóbirting en á næsta kvöldi sem verður haldið á Ölveri í Glæsibæ miðvikudaginn 23. mars verður farið í laxveiði enda styttist óðum í að sá silfraði fari að mæta í árnar. Til að fræða viðstadda um það helsta í laxveiðinni verða Karl Magnús Gunnarsson leiðsögumaður en hann hefur verið viðloðin veiðileiðsögn í um tvo áratugi. Vala Árnadóttir er dóttir hins kunnuga laxahvíslara Árna Bald og hefur verið við veiðar víða um heim frá blautu barnsbeini og er í dag ein reyndasta veiðikona landsins. Undirritaður fær pínu kjánahroll við að tilkynna að hann verði síðan sá síðasti í púltinu það kvöld en á 30 árum við laxveiðar og veiðileiðsögn hlýtur að vera eitthvað sem maður getur kennt og komið á framfæri. Umræðuefnið verður sem fyrr laxveiði og þar verður stiklað á því helsta sem viðkemur laxveiðum en þar má nefna aðkomu að veiðistað, veitt og sleppt, val á flugum, yfirferð á veiðistað, hvar liggur laxinn, hvíld veiðistaða, haustveiði vs sumarveiði og margt fleira. Á kvöldinu verður eins og venjan er glæsilegt happdrætti að í lokin og verða vinningar frá Vesturröst, Veiðivon, Veiðifélaginu, Veiðiportinu, Veiðihorninu, Haugurinn, Flugubúllan og Veiðiflugur á hlaðborði vinninga á þessu kvöldi og reyndar öllum kvöldunum sem framundan eru. Fræðslan hefst klukkan 20:00 og eru veiðimenn og veiðikonur hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti á Ölveri í Glæsibæ næsta miðvikudag.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði