Deila með tíu í sannleikann, annars trúir þessu enginn Markell Productions 23. mars 2022 12:24 Þorsteinn Backmann og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum sem tengdafeðgar í Allra síðustu veiðiferðinni. „Viðtökurnar eru frábærar. Fólk þyrstir í vor og náttúru, gleði og vitleysu enda veitir ekki af núna,“ segir Örn Marínó, annar handritshöfunda og leikstjóra kvikmyndarinnar Allra síðasta veiðiferðin sem frumsýnd var um helgina. Klippa: Allra síðasta veiðiferðin - sýnishorn Hátt í tíu þúsund manns hafa þegar skellt sér í bíó en myndin er sjálfstætt framhald af Síðustu veiðiferðinni sem kom út 2020. Sú mynd þótti óstjórnlega fyndin, mikið um berrassaða karla og vandræðalegar uppákomur og ef marka má titil nýrrar smáskífu úr myndinni sem kom út á Spotify í gær eftir tónskáld myndarinnar, Hall Ingólfsson, er það sama uppi á teningnum í nýju myndinni. „Lagið heitir sem sagt Sverðdansinn og er úr atriði sem vakið hefur mikla kátínu. Ég vil meina að Sverðdansinn sé fallegt líkamlegt listaverk, án þess að fara nánar út í það. Hallur er algjör snillingur,“ segir Örn og hefur engar áhyggjur af því að hafa gengið of langt í vitleysisganginum í nýju myndinni. Myndin fjalli í raun um vináttuna og svo hafi landinn bara gott af því að láta hrista aðeins upp í sér. „Allra síðasta veiðiferðin er öll stærri og tja, klúrari á köflum en sú fyrri en þetta er allt á góðum nótum. Það þarf aðeins að stuða fólk í dag, það þýðir ekki að vera með of mikinn tepruskap. Við erum ekki að endurtaka sömu myndina, leikarahópurinn er stærri og kvenhlutverkin eru stærri og svo þróast sagan í meðförum leikaranna og í klippiherberginu.“ Lögreglustjórinn sem leikinn er af Halldóru Geirharðsdóttur þarf að hafa nokkur afskipti af vinahópnum. Myndin hverfist um sama vinahópinn nema nú er Valur orðinn ráðherra og tekur tengdapabba sinn með í ferðina, forsætisráðherrann, sem Sigurður Sigurjónsson leikur. Það má því ekkert klikka í þessum túr og Valur leggur áherslu á það við félaga sína að þeir hagi sér vel. Það gengur svo sannarlega ekki eftir. Er þetta kannski heimildarmynd um mannlegt eðli? „Eru ekki allar myndir heimildamyndir?,“ segir Örn sposkur. „Við Þorkell Harðarson byggjum handritið á sönnum veiðisögum. Við sperrum eyrum hvar sem við komum í hús og fáum líka símtöl og tölvupósta þar sem fólk segir okkur krassandi sögur. Við drögum reyndar mikið úr í myndinni, það er nefnilega þannig að sannleikurinn tekur langt fram úr því skáldaða og það þarf yfirleitt að deila í hann með tíu, annars trúir þessu enginn,“ segir Örn. Handritið er byggt á sönnum sögum, sem þurfti víst að draga mikið úr. Samkvæmt titli myndarinnar ættu veiðiferðirnar ekki að verða fleiri en þeir Örn og Þorkell eru víst ekki hættir. „Næsta veiðiferð er komin í ferli og vonandi hefjast tökur í sumar!“ Sagan fjallar auðvitað fyrst og fremst um vináttuna. Matseðillinn er mjög mikilvægur í veiðiferðum sem þessum. Hilmir Snær, Halldór Gylfason og Þorsteinn Bachman eru meðal leikara sem snúa aftur í myndinni. Gunnar Helgason fer með hlutverk í nýju myndinni, enda annálaður veiðimaður. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Stangveiði Tengdar fréttir Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. 11. mars 2022 13:31 „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Klippa: Allra síðasta veiðiferðin - sýnishorn Hátt í tíu þúsund manns hafa þegar skellt sér í bíó en myndin er sjálfstætt framhald af Síðustu veiðiferðinni sem kom út 2020. Sú mynd þótti óstjórnlega fyndin, mikið um berrassaða karla og vandræðalegar uppákomur og ef marka má titil nýrrar smáskífu úr myndinni sem kom út á Spotify í gær eftir tónskáld myndarinnar, Hall Ingólfsson, er það sama uppi á teningnum í nýju myndinni. „Lagið heitir sem sagt Sverðdansinn og er úr atriði sem vakið hefur mikla kátínu. Ég vil meina að Sverðdansinn sé fallegt líkamlegt listaverk, án þess að fara nánar út í það. Hallur er algjör snillingur,“ segir Örn og hefur engar áhyggjur af því að hafa gengið of langt í vitleysisganginum í nýju myndinni. Myndin fjalli í raun um vináttuna og svo hafi landinn bara gott af því að láta hrista aðeins upp í sér. „Allra síðasta veiðiferðin er öll stærri og tja, klúrari á köflum en sú fyrri en þetta er allt á góðum nótum. Það þarf aðeins að stuða fólk í dag, það þýðir ekki að vera með of mikinn tepruskap. Við erum ekki að endurtaka sömu myndina, leikarahópurinn er stærri og kvenhlutverkin eru stærri og svo þróast sagan í meðförum leikaranna og í klippiherberginu.“ Lögreglustjórinn sem leikinn er af Halldóru Geirharðsdóttur þarf að hafa nokkur afskipti af vinahópnum. Myndin hverfist um sama vinahópinn nema nú er Valur orðinn ráðherra og tekur tengdapabba sinn með í ferðina, forsætisráðherrann, sem Sigurður Sigurjónsson leikur. Það má því ekkert klikka í þessum túr og Valur leggur áherslu á það við félaga sína að þeir hagi sér vel. Það gengur svo sannarlega ekki eftir. Er þetta kannski heimildarmynd um mannlegt eðli? „Eru ekki allar myndir heimildamyndir?,“ segir Örn sposkur. „Við Þorkell Harðarson byggjum handritið á sönnum veiðisögum. Við sperrum eyrum hvar sem við komum í hús og fáum líka símtöl og tölvupósta þar sem fólk segir okkur krassandi sögur. Við drögum reyndar mikið úr í myndinni, það er nefnilega þannig að sannleikurinn tekur langt fram úr því skáldaða og það þarf yfirleitt að deila í hann með tíu, annars trúir þessu enginn,“ segir Örn. Handritið er byggt á sönnum sögum, sem þurfti víst að draga mikið úr. Samkvæmt titli myndarinnar ættu veiðiferðirnar ekki að verða fleiri en þeir Örn og Þorkell eru víst ekki hættir. „Næsta veiðiferð er komin í ferli og vonandi hefjast tökur í sumar!“ Sagan fjallar auðvitað fyrst og fremst um vináttuna. Matseðillinn er mjög mikilvægur í veiðiferðum sem þessum. Hilmir Snær, Halldór Gylfason og Þorsteinn Bachman eru meðal leikara sem snúa aftur í myndinni. Gunnar Helgason fer með hlutverk í nýju myndinni, enda annálaður veiðimaður.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Stangveiði Tengdar fréttir Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. 11. mars 2022 13:31 „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. 11. mars 2022 13:31
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31