Liðsfélagarnir sjá miklar framfarir hjá yngsta Íslendingnum í bestu deild heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 16:00 Andri Már Rúnarsson ræðir hér við Guðjón Guðmundsson en Gaupi vildi frá að vita hvernig handboltalífið hans gengi hjá Styuttgart í Þýskalandi. Stöð 2 Sport Andri Már Rúnarsson sló í gegn með Fram í Olís deild karla á síðustu leiktíð. Það vakti mikla athygli þegar hann samdi við þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart þar sem honum var hent beint í djúpu laugina. Guðjón Guðmundsson ræddi við yngsta atvinnumann Íslands í bestu handbolta deild heims en Anton Már tók stökkið síðasta sumar. „Þetta er allt annað en þegar maður var hérna heima. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir þegar ég var að venjast nýju umhverfi og nýju liði. Ég kunni tungumálið og það hjálpaði mér mjög mikið. Þetta er sterkasta deild í heimi og maður finnur alveg fyrir því, bæði á æfingum sem og í leikjum,“ sagði Andri Már Rúnarsson. „Ég spilaði miklu meira í byrjun en ég bjóst við og fékk þá mjög dýrmætar mínútur. Þær eru aðeins búnar að minnka upp á síðkastið en ég er ennþá með hlutverk og það gengur vel,“ sagði Andri Már. Gaupi vildi fá að vita hvort að Andra hafi fundist honum hlaupa á vegg þegar hann kom inn í þýsku deildina eftir að hafa spilað í Olís deildinni. Klippa: Ræddi við yngsta Íslendinginn í bestu deild heims „Nei ég myndi ekki segja það. Ég vissi sirka út í hvað ég væri að fara. Ég fór líka í æfingabúðir hjá þeim og fékk þá að vera á æfingum þegar þeir vildu skoða mig. Þá fann ég alveg fyrir gæðunum á æfingunum og allt svoleiðis. Svo er ég búinn að vera að fylgjast með þessari deild síðan ég var lítill,“ sagði Andri Már. Í Þýskalandi er mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Ég hef alveg fundið fyrir því að menn eru stórir og sterki í þessar deild. Maður vinnur núna í því markvisst. Ég tek þessar aukaæfingar og lyfti vel en samt ekki of mikið. Ég verð að gera þetta skref fyrir skref. Það er klárlega á dagskránni að bæta líkamlegan styrk og verða betri,“ sagði Andri Már. Hvar sér Andri sjálfan sig vera að spila eftir tvö til þrjú ár? „Það er góð spurning. Bara í stærra hlutverki, búinn að koma mér inn í deildina, vera í góðu hlutverki og spila mikið,“ sagði Andri Már. En er hann ekki líka að horfa á A-landslið karla? „Jú auðvitað. Það er alltaf draumur að spila fyrir A-landsliðið og það er eitt af mínu stóru markmiðunum akkúrat núna. Ég vinn markvisst að því,“ sagði Andri Már. Þjálfararnir hans sjá framfarir hjá kappanum. „Já þeir segja það þjálfararnir og leikmenn í kringum mig. Ég finn ekki mikið fyrir því en ég og þjálfarinn tóku gott spjall um áramótin. Leikmennirnir hafa sagt að frá því að ég kom fyrst í ágúst þá sjá þeir miklar framfarir,“ sagði Andri Már. Það má horfa á allt viðtalið við Andra Már hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við yngsta atvinnumann Íslands í bestu handbolta deild heims en Anton Már tók stökkið síðasta sumar. „Þetta er allt annað en þegar maður var hérna heima. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir þegar ég var að venjast nýju umhverfi og nýju liði. Ég kunni tungumálið og það hjálpaði mér mjög mikið. Þetta er sterkasta deild í heimi og maður finnur alveg fyrir því, bæði á æfingum sem og í leikjum,“ sagði Andri Már Rúnarsson. „Ég spilaði miklu meira í byrjun en ég bjóst við og fékk þá mjög dýrmætar mínútur. Þær eru aðeins búnar að minnka upp á síðkastið en ég er ennþá með hlutverk og það gengur vel,“ sagði Andri Már. Gaupi vildi fá að vita hvort að Andra hafi fundist honum hlaupa á vegg þegar hann kom inn í þýsku deildina eftir að hafa spilað í Olís deildinni. Klippa: Ræddi við yngsta Íslendinginn í bestu deild heims „Nei ég myndi ekki segja það. Ég vissi sirka út í hvað ég væri að fara. Ég fór líka í æfingabúðir hjá þeim og fékk þá að vera á æfingum þegar þeir vildu skoða mig. Þá fann ég alveg fyrir gæðunum á æfingunum og allt svoleiðis. Svo er ég búinn að vera að fylgjast með þessari deild síðan ég var lítill,“ sagði Andri Már. Í Þýskalandi er mikil áhersla lögð á líkamlega þáttinn. „Ég hef alveg fundið fyrir því að menn eru stórir og sterki í þessar deild. Maður vinnur núna í því markvisst. Ég tek þessar aukaæfingar og lyfti vel en samt ekki of mikið. Ég verð að gera þetta skref fyrir skref. Það er klárlega á dagskránni að bæta líkamlegan styrk og verða betri,“ sagði Andri Már. Hvar sér Andri sjálfan sig vera að spila eftir tvö til þrjú ár? „Það er góð spurning. Bara í stærra hlutverki, búinn að koma mér inn í deildina, vera í góðu hlutverki og spila mikið,“ sagði Andri Már. En er hann ekki líka að horfa á A-landslið karla? „Jú auðvitað. Það er alltaf draumur að spila fyrir A-landsliðið og það er eitt af mínu stóru markmiðunum akkúrat núna. Ég vinn markvisst að því,“ sagði Andri Már. Þjálfararnir hans sjá framfarir hjá kappanum. „Já þeir segja það þjálfararnir og leikmenn í kringum mig. Ég finn ekki mikið fyrir því en ég og þjálfarinn tóku gott spjall um áramótin. Leikmennirnir hafa sagt að frá því að ég kom fyrst í ágúst þá sjá þeir miklar framfarir,“ sagði Andri Már. Það má horfa á allt viðtalið við Andra Már hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira