Þráinn Orri greiddi háan skatt fyrir tækifærið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Þráinn Orri Jónsson leikur væntanlega ekki aftur handbolta fyrr en á næsta ári. vísir/vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður handboltaliðs Hauka, verður frá keppni næstu mánuðina. Hann sleit krossband í hné í leik Íslands og Noregs um 5. sætið á EM í janúar. Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira