Ný mathöll opnar við Háskóla Íslands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. mars 2022 20:30 Hafsteinn og Björn Bragi hafa þónokkra reynslu af opnun mathalla. Stöð 2 Háskólanemar munu njóta góðs af uppbyggingu í Vatnsmýrinni og geta bráðlega heimsótt þar veitingastaði, kaffihús og vínbar í nýrri mathöll sem opnar í maí. Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Mathöllum hefur fjölgað stöðugt hér á landi síðustu árin. Í Reykjavík eru þær nú fimm talsins og eins og við greindum frá í desember er von á þremur mathöllum til viðbótar sem opna í ár á litlum bletti í miðbænum. Og áfram bætist í því í Vatnsmýrinni, aðeins steinsnar frá háskólanum, fer að opna enn ein mathöllin. Hér munu allir vilja vera „Við ætlum að opna í maí. Lofum ekki neinni dagsetningu en ætlum að reyna að standa við maí,“ segir Hafsteinn Júlíusson hönnuður og einn af eigendum mathallarinnar sem heitir Vera - matur og drykkur. Við litum við hjá þeim félögum fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2 og tókum stöðuna: Hún verður staðsett í hinu tiltölulega nýja hugmyndahúsi Grósku. Þar hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið - fjöldi fyrirtækja með skrifstofur þar og líkamsræktarstöðin World Class búin að opna þar útibú. Og bráðlega nýja mathöllin sem heitir: Hvers vegna Vera? „Því að hér munu allir vilja vera og við ætlum að búa til góðar samverustundir hér í Vatnsmýrinni,“ segir Björn Bragi Arnarsson einn af eigendum mathallarinnar. Nú eru framkvæmdir í miðjum gangi og allir vinna hörðum höndum við að gera rýmið einhvern veginn svona: Teikningar af rýminu. Hér verða átta staðir.aðsend Hérna munu átta staðir opna á næstunni; veitingastaðir, kaffihús, vínbar og þá verður einnig veislusalur í rými við hliðina á. Lítið úrval af mat í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er ótrúlega skemmtilegur staður og spennandi, hér er náttúrulega aragrúi af fyrirtækjum,“ segir Björn Bragi. Þúsundir manns sækja svæðið á hverjum degi. „Og lítið úrval af mat á svæðinu. Það er eiginlega aðalatriðið og kveikjan að þessu,“ segir Hafsteinn. Við mathöllina verður einni útisvæði í porti við suðurenda Grósku. Og hér í portinu við suðurenda Grósku verður síðan útisvæði. „Nú er mars og við erum bara hér í geggjuðu veðri þannig þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta verður hér í júní og júlí,“ segir Björn Bragi. Úrval staðanna verður fjölbreytt að sögn þeirra félaga. Eitthvað fyrir alla. „Þannig þegar við verðum búnir að opna og komnir með borð og stóla þá mun allt iða hér af lífi og stemmningu.“ Þeir vinir efast ekki um að háskólanemar taki mathöllinni fagnandi. „Alveg pottþétt. Ég myndi halda það. Ekki það að maður elski ekki að fá sér mat Hámu og svoleiðis ef maður er í háskólanum en það verður örugglega fínt að fá fleiri kosti. Þetta verður góð viðbót.“ Planið er að opna dyr Veru í maí. Engri dagsetningu er lofað en markmiðið er að opna sem fyrst.Aðsend
Veitingastaðir Háskólar Reykjavík Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira