„Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2022 08:02 KA-menn fagna sigri á Selfossi og sæti í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson tók KA fyrir í nýjasta Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Gaupi ræddi þá við Heimi Örn Árnason sem hefur spilað fyrir KA, þjálfað KA sem og stjórnað málunum utan vallar hjá KA í gegnum tíðina. „Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira