Ný fluga nefnd eftir Zelensky Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2022 17:01 Flugan Zelensky Stríðið í Úkraníu snýr sér á margar hliðar og á sama tíma og heimurinn styður við bakið á Úkraníu gerir veiðiheimurinn það líka á nokkuð frumlegan hátt. Sigvaldi Lárusson var við opnun á Tungulæk ásamt félögum sínum með nýrtt vopn í sjóbirtinginn en það er fluga sem er hnýtt, eins og myndin ber með sér, með litum fána Úkraníu og nafið ber flugan af líklega frægasta samtímamanni landsins um þessar mundir. Sigvaldi sendi okkur smá skeyti af þessari góðu ferð: "Félagi minn í Keflavík hann Júlíus Gunnlaugsson hefur í gegnum árin hnýtt fyrir mig flugur og kíkti ég á hann um daginn og týndi í box fyrir þessa ferð í Tungulækinn. Á borðinu hjá honum var gul og blá fluga….við kveiktum á perunni á sama tíma…sömu litir og eru í þjôðfána Úkraínu. Við skírðum fluguna Zelensky eftir forseta Úkraínu. Það var ekki að spyrja að því að um leið og hún lenti í Holunni þá var allt í keng og Einarsson kominn á undirlínuna, á hinum endanum reyndist vera 70 cm rígvænn birtingur með Zelenskyy í skoltinum. Annar minni fylgdi svo í kjölfarið í næsta kasti. Splæsi hér með myndum af Zelenskyy og aflanum." Flottur sjóbirtingur úr Tungulæk á fluguna Zelensky Við þökkum Sigvalda kærlega fyrir þetta og hvetjum ykkur endilega til að deila með okkur sögum og fréttum af veiðiferðunum ykkar. Þið getið sent mér póst á karllu@stod2.is og við tökum öllum veiðifréttum fagnandi. Stangveiði Mest lesið Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði
Sigvaldi Lárusson var við opnun á Tungulæk ásamt félögum sínum með nýrtt vopn í sjóbirtinginn en það er fluga sem er hnýtt, eins og myndin ber með sér, með litum fána Úkraníu og nafið ber flugan af líklega frægasta samtímamanni landsins um þessar mundir. Sigvaldi sendi okkur smá skeyti af þessari góðu ferð: "Félagi minn í Keflavík hann Júlíus Gunnlaugsson hefur í gegnum árin hnýtt fyrir mig flugur og kíkti ég á hann um daginn og týndi í box fyrir þessa ferð í Tungulækinn. Á borðinu hjá honum var gul og blá fluga….við kveiktum á perunni á sama tíma…sömu litir og eru í þjôðfána Úkraínu. Við skírðum fluguna Zelensky eftir forseta Úkraínu. Það var ekki að spyrja að því að um leið og hún lenti í Holunni þá var allt í keng og Einarsson kominn á undirlínuna, á hinum endanum reyndist vera 70 cm rígvænn birtingur með Zelenskyy í skoltinum. Annar minni fylgdi svo í kjölfarið í næsta kasti. Splæsi hér með myndum af Zelenskyy og aflanum." Flottur sjóbirtingur úr Tungulæk á fluguna Zelensky Við þökkum Sigvalda kærlega fyrir þetta og hvetjum ykkur endilega til að deila með okkur sögum og fréttum af veiðiferðunum ykkar. Þið getið sent mér póst á karllu@stod2.is og við tökum öllum veiðifréttum fagnandi.
Stangveiði Mest lesið Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði