Handbolti

Íslendingalið Melsungen vann örugglega | Daníel Þór og félagar sóttu mikilvæg stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Melsungen í dag.
Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Melsungen í dag. Swen Pförtner/picture alliance via Getty Images

Íslendingar voru í eldlínunni í þrem af þeim fjórum leikjum sem fram fóru í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Íslendingalið Melsungen vann öruggan átta marka útisigur gegn Lübbecke, 31-23. Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen og Alexander Petersson eitt, en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Melsungen situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig eftir 25 leiki, en Lübbecke situr á botninum með tíu stig.

Þá unnu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten mikilvægan eins marks sigur gegn Göppingen 28-27. Daníel skoraði eitt mark fyrir Balingen, en sigurinn lyfti liðinu upp af botni deildarinnar. Balingen situr nú í næst neðsta sæti með 11 stig eftir 24 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Að lokum töpuðu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo óvænt gegn Minden með tólf marka mun, 32-20, eins og greint var frá fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×