Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir FH 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið hífi sig upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Gamli refurinn Ólafur Jóhannesson sneri aftur í Kaplakrika og tók í fjórða sinn við FH um mitt síðasta tímabil eftir að Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn. FH-ingar gerðu ágætlega eftir að Ólafur tók við og hann var ráðinn til frambúðar. Ólafur fékk sinn hundtrygga aðstoðarmann Sigurbjörn Hreiðarsson með sér en þeir unnu áður saman hjá Haukum og Val. Ólafur sótti líka annan gamlan félaga úr Val, Kristin Frey Sigurðsson, til FH. Að öðrum ólöstuðum hefur hann verið besti leikmaður undirbúningstímabilsins. FH spilaði vel þar og vann meðal annars Lengjubikarinn. Talsverðar væntingar eru gerðar til FH-liðsins og ekki að ástæðulausu. Ólafur er ólseigur og sér væntanlega spennandi tækifæri á að smíða sitt síðasta frábæra lið áður en hann hættir endanlega í þjálfun. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Júlí: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Ágúst: 44 prósent stiga í húsi (8 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) - Besti dagur: 17. maí 3-1 sigur á HK í Kórnum þýddi að FH liðið var á toppnum með 10 stig efir fjórar umferðir. Versti dagur: 20. júní 4-0 tap á móti Blikum í síðasta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar sem þýddi 1 stig í húsi út úr síðustu fimm leikjum. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (33 stig) Sóknarleikur: 2. sæti (39 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (26 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 6. sæti (16 stig) Árangur á útivelli: 4. sæti (17 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Fjórum sinnum) Flestir tapleikir í röð: 3 (22. maí til 12. júní) Markahæsti leikmaður: Steven Lennon 9 Flestar stoðsendingar: Jónatan Ingi Jónsson 7 Þáttur í flestum mörkum: Jónatan Ingi Jónsson 15 Flest gul spjöld: Guðmann Þórisson 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið FH í sumar.vísir/hjalti Guðmundur Kristjánsson, miðvörður (f. 1989): Þessi fyrrum varnartengiliður eflist með hverjum leiknum í miðverði og er í dag með betri miðvörðum landsins. Er án efa einn allra sterkasti leikmaður Bestu-deildarinnar, ef ekki sá sterkasti, en býr samt sem áður yfir mikilli hlaupagetu og yfirferð. Verður forvitnilegt að sjá samstarf hans og Finns Orra í sumar en báðir eru miðjumenn að upplagi. Kristinn Freyr Sigurðsson, sóknartengiliður (f. 1991): Ráku margir upp stór augu þegar Valur ákvað að leyfa þessum frábæra leikmanni að fara frítt. Hefur verið öflugur síðan hann færði sig um set og ætti ef allt er eðlilegt að vera einn besti leikmaður Bestu-deildarinnar í sumar. Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður (f. 1987): Leikur í dag sem framherji en er einkar fjölhæfur og getur leikið bæði í vörn sem og á miðju. Er fyrirliði FH og mikill leiðtogi, bæði innan vallar sem utan. Vill eflaust gera betur en á síðustu leiktíð þegar FH endaði í 6. sæti og hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum. Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Matthías Vilhjálmsson skipta sköpum hjá FH.vísir/hulda margrét Fylgstu með: Logi Hrafn Róbertsson, varnar- og miðjumaður (f. 2004) Þrátt fyrir ungan aldur virðist Logi Hrafn eiga fast sæti í byrjunarliði Hafnfirðinga í sumar. Er með gríðarlegan leikskilning og „spilar eins og hann sé 35 ára“ samkvæmt heimildum Vísis. Spilaði sína fyrstu leiki fyrir U-21 árs landsliðið nýverið og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Verður í stöðu varnartengiliðs í sumar en lék þó aðallega í stöðu miðvarðar hér áður fyrr. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi FH.vísir/hjalti FH-ingar hafa misst fjóra varnarmann því Hjörtur Logi Valgarðsson og Pétur Viðarsson eru hættir, Guðmann Þórisson farinn í Lengjudeildina og Hörður Ingi Gunnarsson til Noregs. Þá er missir af kantmanninum Jónatan Inga sem kvaddi mánuði fyrir mót og elti Hörð til Sogndal. FH-ingar hafa hins vegar styrkt sig vel. Ástbjörn Þórðarson og Haraldur Einar Ásgrímsson eru ungir en góðir og sókndjarfir bakverðir sem ættu að geta notið sín vel undir stjórn Óla Jó. Finnur Orri Margeirsson færir liðinu reynslu og getur spilað sem miðvörður eða á miðju, og Máni Austmann Hilmarsson er skeinuhættur kantmaður sem missti reyndar af lokum síðasta tímabils vegna bílslyss en hefur verið með á fullu í vetur. Hversu langt er síðan að FH.... ... varð Íslandsmeistari: 6 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 12 ár (2010) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2020) ... féll úr deildinni: 27 ár (1995) ... átti markakóng deildarinnar: 2 ár (Steven Lennon 2020) ... átti besta leikmann deildarinnar: 2 ár (Steven Lennon 2020) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 15 ár (Matthías Vilhjálmsson 2007) Að lokum … FH-ingar hafa ekki verið nálægt því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2016 og það er erfitt að sjá það gerast í sumar. En Ólafur gæti losað FH úr þeirri tilvistarkreppu sem hefur plagað félagið undanfarin ár, eða síðan Heimir Guðjónsson hætti. Leikmannahópur FH er gríðarlega sterkur og reyndur. Aldurssamsetningin gæti samt verið betri enda eru margir leikmenn í hópnum sem hafa þegar náð sínum mestu hæðum á ferlinum og fáir á toppaldri. Og þá sárvantar miðverði í leikmannahóp FH og hraða fremst á vellinum. Besta deild karla FH Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00 Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir FH 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið hífi sig upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Gamli refurinn Ólafur Jóhannesson sneri aftur í Kaplakrika og tók í fjórða sinn við FH um mitt síðasta tímabil eftir að Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn. FH-ingar gerðu ágætlega eftir að Ólafur tók við og hann var ráðinn til frambúðar. Ólafur fékk sinn hundtrygga aðstoðarmann Sigurbjörn Hreiðarsson með sér en þeir unnu áður saman hjá Haukum og Val. Ólafur sótti líka annan gamlan félaga úr Val, Kristin Frey Sigurðsson, til FH. Að öðrum ólöstuðum hefur hann verið besti leikmaður undirbúningstímabilsins. FH spilaði vel þar og vann meðal annars Lengjubikarinn. Talsverðar væntingar eru gerðar til FH-liðsins og ekki að ástæðulausu. Ólafur er ólseigur og sér væntanlega spennandi tækifæri á að smíða sitt síðasta frábæra lið áður en hann hættir endanlega í þjálfun. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Júlí: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Ágúst: 44 prósent stiga í húsi (8 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) - Besti dagur: 17. maí 3-1 sigur á HK í Kórnum þýddi að FH liðið var á toppnum með 10 stig efir fjórar umferðir. Versti dagur: 20. júní 4-0 tap á móti Blikum í síðasta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar sem þýddi 1 stig í húsi út úr síðustu fimm leikjum. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (33 stig) Sóknarleikur: 2. sæti (39 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (26 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 6. sæti (16 stig) Árangur á útivelli: 4. sæti (17 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Fjórum sinnum) Flestir tapleikir í röð: 3 (22. maí til 12. júní) Markahæsti leikmaður: Steven Lennon 9 Flestar stoðsendingar: Jónatan Ingi Jónsson 7 Þáttur í flestum mörkum: Jónatan Ingi Jónsson 15 Flest gul spjöld: Guðmann Þórisson 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið FH í sumar.vísir/hjalti Guðmundur Kristjánsson, miðvörður (f. 1989): Þessi fyrrum varnartengiliður eflist með hverjum leiknum í miðverði og er í dag með betri miðvörðum landsins. Er án efa einn allra sterkasti leikmaður Bestu-deildarinnar, ef ekki sá sterkasti, en býr samt sem áður yfir mikilli hlaupagetu og yfirferð. Verður forvitnilegt að sjá samstarf hans og Finns Orra í sumar en báðir eru miðjumenn að upplagi. Kristinn Freyr Sigurðsson, sóknartengiliður (f. 1991): Ráku margir upp stór augu þegar Valur ákvað að leyfa þessum frábæra leikmanni að fara frítt. Hefur verið öflugur síðan hann færði sig um set og ætti ef allt er eðlilegt að vera einn besti leikmaður Bestu-deildarinnar í sumar. Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður (f. 1987): Leikur í dag sem framherji en er einkar fjölhæfur og getur leikið bæði í vörn sem og á miðju. Er fyrirliði FH og mikill leiðtogi, bæði innan vallar sem utan. Vill eflaust gera betur en á síðustu leiktíð þegar FH endaði í 6. sæti og hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum. Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Matthías Vilhjálmsson skipta sköpum hjá FH.vísir/hulda margrét Fylgstu með: Logi Hrafn Róbertsson, varnar- og miðjumaður (f. 2004) Þrátt fyrir ungan aldur virðist Logi Hrafn eiga fast sæti í byrjunarliði Hafnfirðinga í sumar. Er með gríðarlegan leikskilning og „spilar eins og hann sé 35 ára“ samkvæmt heimildum Vísis. Spilaði sína fyrstu leiki fyrir U-21 árs landsliðið nýverið og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Verður í stöðu varnartengiliðs í sumar en lék þó aðallega í stöðu miðvarðar hér áður fyrr. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi FH.vísir/hjalti FH-ingar hafa misst fjóra varnarmann því Hjörtur Logi Valgarðsson og Pétur Viðarsson eru hættir, Guðmann Þórisson farinn í Lengjudeildina og Hörður Ingi Gunnarsson til Noregs. Þá er missir af kantmanninum Jónatan Inga sem kvaddi mánuði fyrir mót og elti Hörð til Sogndal. FH-ingar hafa hins vegar styrkt sig vel. Ástbjörn Þórðarson og Haraldur Einar Ásgrímsson eru ungir en góðir og sókndjarfir bakverðir sem ættu að geta notið sín vel undir stjórn Óla Jó. Finnur Orri Margeirsson færir liðinu reynslu og getur spilað sem miðvörður eða á miðju, og Máni Austmann Hilmarsson er skeinuhættur kantmaður sem missti reyndar af lokum síðasta tímabils vegna bílslyss en hefur verið með á fullu í vetur. Hversu langt er síðan að FH.... ... varð Íslandsmeistari: 6 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 12 ár (2010) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2020) ... féll úr deildinni: 27 ár (1995) ... átti markakóng deildarinnar: 2 ár (Steven Lennon 2020) ... átti besta leikmann deildarinnar: 2 ár (Steven Lennon 2020) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 15 ár (Matthías Vilhjálmsson 2007) Að lokum … FH-ingar hafa ekki verið nálægt því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2016 og það er erfitt að sjá það gerast í sumar. En Ólafur gæti losað FH úr þeirri tilvistarkreppu sem hefur plagað félagið undanfarin ár, eða síðan Heimir Guðjónsson hætti. Leikmannahópur FH er gríðarlega sterkur og reyndur. Aldurssamsetningin gæti samt verið betri enda eru margir leikmenn í hópnum sem hafa þegar náð sínum mestu hæðum á ferlinum og fáir á toppaldri. Og þá sárvantar miðverði í leikmannahóp FH og hraða fremst á vellinum.
Væntingarstuðullinn: Enduðu þremur sætum neðar en þeim var spáð (3. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Júlí: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Ágúst: 44 prósent stiga í húsi (8 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) - Besti dagur: 17. maí 3-1 sigur á HK í Kórnum þýddi að FH liðið var á toppnum með 10 stig efir fjórar umferðir. Versti dagur: 20. júní 4-0 tap á móti Blikum í síðasta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar sem þýddi 1 stig í húsi út úr síðustu fimm leikjum. - Tölfræðin Árangur: 6. sæti (33 stig) Sóknarleikur: 2. sæti (39 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (26 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 6. sæti (16 stig) Árangur á útivelli: 4. sæti (17 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (Fjórum sinnum) Flestir tapleikir í röð: 3 (22. maí til 12. júní) Markahæsti leikmaður: Steven Lennon 9 Flestar stoðsendingar: Jónatan Ingi Jónsson 7 Þáttur í flestum mörkum: Jónatan Ingi Jónsson 15 Flest gul spjöld: Guðmann Þórisson 7
Hversu langt er síðan að FH.... ... varð Íslandsmeistari: 6 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 12 ár (2010) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2020) ... féll úr deildinni: 27 ár (1995) ... átti markakóng deildarinnar: 2 ár (Steven Lennon 2020) ... átti besta leikmann deildarinnar: 2 ár (Steven Lennon 2020) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 15 ár (Matthías Vilhjálmsson 2007)
Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00
Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01