Hljómsveitin TLC til Íslands í sumar Elísabet Hanna skrifar 6. apríl 2022 09:35 Tionne „T-Boz“ Watkins og Rozonda „Chilli“ Thomas úr hljómsveitinni TLC. Getty/Matt Winkelmeyer Í dag var tilkynnt um komu hljómsveitarinnar TLC til Íslands í sumar. Athafnamaðurinn Jón Bjarni Steinsson kom í Brennsluna í dag með góðar og slæmar fréttir. Hann sagði frá því að Secret Soltice hafi verið frestað og að TLC muni koma til Íslands í sumar. TLC munu koma fram í Laugardalshöllinni þann 17. júní og miðasalan hefst í hádeginu á þriðjudaginn í næstu viku. Svala Björgvinsdóttir og Þórunn Antonía munu hita upp fyrir hljómsveitina. &amp;amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=8WEtxJ4-sh4"&amp;amp;gt;watch on YouTube&amp;amp;lt;/a&amp;amp;gt; Girlpower kvöld í Laugardalshöll Secret Solstice hefur verið frestað en öllum miðahöfum er boðið á TLC en miðarnir munu einnig gilda á hátíðina þegar hún verður næst haldin. „Ég fæ þann mikla heiður að hita upp fyrir eina af mínum uppáhalds girlgroup TLC þann 17. júní í Laugardalshöllinni. Þið viljið ekki missa af þessu girlpower kvöldi,“ sagði Svala í færslu á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) 25 ár frá CrazySexyCool TLC var stofnuð í Atlanta árið 1990 og naut fádæma vinsælda á tíunda áratugnum. Sveitin náði fjórum lögum á toppinn í Bandaríkjunum; Creep, Waterfalls, No Scrubs og Unpretty. Hún samanstóð af þremur meðlimum, þeim Rozonda „Chilli“ Thomas, Tionne „T-Boz“ Watkins, og Lisa „Left Eye“ Lopes. Árið 2002 lést Lopes þegar hún lenti í bílslysi í Hondúras þar sem hún var að sinna góðgerðarstörfum. Síðan þá hafa þær Thomas og Watkins tvær haldið merkjum sveitarinnar uppi og munu þær koma fram hér á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalaginu Celebration of CrazySexyCool sem fagnar 25 ára útgáfuafmæli þekktustu plötu sveitarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FrLequ6dUdM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LlZydtG3xqI">watch on YouTube</a> Tónlist Secret Solstice Brennslan Tengdar fréttir Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
TLC munu koma fram í Laugardalshöllinni þann 17. júní og miðasalan hefst í hádeginu á þriðjudaginn í næstu viku. Svala Björgvinsdóttir og Þórunn Antonía munu hita upp fyrir hljómsveitina. &amp;amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=8WEtxJ4-sh4"&amp;amp;gt;watch on YouTube&amp;amp;lt;/a&amp;amp;gt; Girlpower kvöld í Laugardalshöll Secret Solstice hefur verið frestað en öllum miðahöfum er boðið á TLC en miðarnir munu einnig gilda á hátíðina þegar hún verður næst haldin. „Ég fæ þann mikla heiður að hita upp fyrir eina af mínum uppáhalds girlgroup TLC þann 17. júní í Laugardalshöllinni. Þið viljið ekki missa af þessu girlpower kvöldi,“ sagði Svala í færslu á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) 25 ár frá CrazySexyCool TLC var stofnuð í Atlanta árið 1990 og naut fádæma vinsælda á tíunda áratugnum. Sveitin náði fjórum lögum á toppinn í Bandaríkjunum; Creep, Waterfalls, No Scrubs og Unpretty. Hún samanstóð af þremur meðlimum, þeim Rozonda „Chilli“ Thomas, Tionne „T-Boz“ Watkins, og Lisa „Left Eye“ Lopes. Árið 2002 lést Lopes þegar hún lenti í bílslysi í Hondúras þar sem hún var að sinna góðgerðarstörfum. Síðan þá hafa þær Thomas og Watkins tvær haldið merkjum sveitarinnar uppi og munu þær koma fram hér á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalaginu Celebration of CrazySexyCool sem fagnar 25 ára útgáfuafmæli þekktustu plötu sveitarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FrLequ6dUdM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LlZydtG3xqI">watch on YouTube</a>
Tónlist Secret Solstice Brennslan Tengdar fréttir Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47