Tiger Woods hársbreidd frá holu í höggi á fyrsta degi endurkomunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2022 19:30 Tiger Woods fer nokkuð vel af stað á Masters-mótinu í golfi. Jamie Squire/Getty Images Masters-mótið í golfi er farið af stað og eru augu flestra á einum besta kylfingi sögunnar, Tiger Woods. Tiger Woods er að leika á sínu fyrsta risamóti eftir að kylfingurinn lenti í bílslysi á síðasta ári og slasaðist illa. Einhverjir óttuðust að þessi frábæri kylfingur gæti aldrei leikið golf aftur eftir slysið. Það var því gríðarleg eftirvænting þegar Tiger mætti á Augusta National völlinn til æfinga á dögunum. Hann tók nokkrar æfingar á vellinum og tilkynnti svo í vikunni að hann ætlaði sér að vera með á mótinu. Tiger virðist hafa engu gleymt og þegar þetta er ritað er hann á pari eftir 14 holur. Hann var þó sérstaklega nálægt því að gera allt gjörsamlega vitlaust á vellinum þegar teighögg hans á sjöttu braut staðnæmdist aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni. Nearly a hole-in-one from @TigerWoods 😳 pic.twitter.com/8xVAGUkOrj— PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er að leika á sínu fyrsta risamóti eftir að kylfingurinn lenti í bílslysi á síðasta ári og slasaðist illa. Einhverjir óttuðust að þessi frábæri kylfingur gæti aldrei leikið golf aftur eftir slysið. Það var því gríðarleg eftirvænting þegar Tiger mætti á Augusta National völlinn til æfinga á dögunum. Hann tók nokkrar æfingar á vellinum og tilkynnti svo í vikunni að hann ætlaði sér að vera með á mótinu. Tiger virðist hafa engu gleymt og þegar þetta er ritað er hann á pari eftir 14 holur. Hann var þó sérstaklega nálægt því að gera allt gjörsamlega vitlaust á vellinum þegar teighögg hans á sjöttu braut staðnæmdist aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni. Nearly a hole-in-one from @TigerWoods 😳 pic.twitter.com/8xVAGUkOrj— PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira