„Hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 12:00 Tiger Woods er aftur mættur á Masters og lék vel á fyrsta hring þrátt fyrir að eiga erfitt með gang. Getty/Andrew Redington Tiger Woods segir að það sé erfitt fyrir sig að ganga um Augusta-golfvöllinn vegna bílslyssins alvarlega sem hann lenti í fyrir. Hann lék þó vel á fyrsta hring Masters-mótsins í gær. Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira
Tiger er í flottum málum á einu höggi undir pari og var í 10. sæti eftir fyrsta hring. Im Sung-jae frá Suður-Kóreu var efstur áður en kylfingar hófu leik í dag, á -5 höggum. „Ég get alveg sveiflað golfkylfu en að ganga er ekki auðvelt. Það er erfitt. Eins og ég hef sagt varðandi þá miklu vinnu sem liggur að baki, varðandi fótinn minn, þá verður þetta erfitt það sem eftir er ævinnar. Þannig er það bara en ég ræð við þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla í gær en eftir bílslysið óttuðust læknar að taka þyrfti annan fótinn af kylfingnum. Klippa: Tiger Woods eftir fyrsta hring á Masters „Ég er mjög heppinn að hafa fengið þetta tækifæri til að spila golf, og ekki bara það heldur spila á Masters og fá svona móttökur. Stemningin var rafmögnuð. Ég hef ekki spilað í svona andrúmslofti síðan ég vann hérna árið 2019 því árið 2020 var COVID og svo spilaði ég ekkert á síðasta ári. Það var stórkostleg tilfinning að hafa alla stuðningsmennina og orkuna frá þeim aftur hérna,“ sagði Tiger sem unnið hefur Masters-risamótið fimm sinnum. Það er fullt af frábærum kylfingum á Masters en enginn nýtur nálægt því sömu vinsælda og Tiger Woods.Getty/Jamie Squire „Ég gerði eitthvað gott í dag“ Tiger sagði ekki auðvelt að lýsa því með orðum hvað hann hefði í raun afrekað með því að snúa aftur á risamót í golfi ári eftir bílslysið: „Fólk hefur ekki hugmynd um hversu erfitt þetta hefur verið. Liðið mitt veit það. Það hefur unnið með mér á hverjum einasta degi,“ sagði Tiger sem lá á sjúkrahúsi í þrjá mánuði eftir slysið. „Við höfum ekki tekið einn frídag eftir þessa þrjá mánuði í rúminu. Vissulega eru sumir dagar auðveldari en aðrir. Suma daga þurfum við að hafa mikið fyrir þessu og aðra ekki. En við gerum alltaf eitthvað. Þetta er skuldbinding til að snúa aftur, og snúa aftur með þeim hætti að mér finnist ég enn geta þetta. Ég gerði eitthvað gott í dag,“ sagði Tiger. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19 á Stöð 2 Golf. Tiger verður þá byrjaður að spila en hann er í ráshóp sem byrjar klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira