Efsti maður heimslistans með örugga forystu eftir annan dag Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:32 Scottie Scheffler er með fimm högga forystu á Masters-mótinu eftir tvo daga. David Cannon/Getty Images Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, er með fimm högga forystu á Masters-mótinu í golfi þegar allir kylfingar hafa leikið tvo hringi. Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira