„Ég var smá hissa þar sem ég var ekki að búast við því að kúlan færi í holuna,“ sagði Scheffler um framgöngu sína á þriðju holu áður en hann bætti við.
„Það kom öllu á flug og ég spilaði mjög gott golf eftir það. Þetta var langur dagur og ég reyndi að halda haus og framkvæma skotin mín.“
„Ég var heppinn að koma mér í þannig stöðu að ég var í forystu á lokadeginum. Það var ekki fyrr en á föstudaginn þar sem sú hugsun að ég gæti unnið mótið kom fyrst í huga mér.“
„Akkúrat núna langar mér bara að fara heim,“ sagði Scheffler með bros á vör, aðspurður af því hvernig honum leið eftir sigurinn. „Ég er frekar þreyttur og orðlaus akkúrat núna. Fyrst og fremst vil ég þakka fjölskyldunni minni fyrir allan stuðningin í gegnum árin,“ sagði Scottie Scheffler.
2022 Masters champion Scottie Scheffler is presented with the famous green jacket by 2021 Masters champion Hideki Matsuyama 💚 pic.twitter.com/ej7juSmB7h
— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) April 10, 2022