Parið vildi í verkinu fanga innihald plötunnar, en líkt og með BYLUR eru lögin persónuleg.
Tónlistarmyndband Eydísar og Einars er við lagið Dawn is Near og má sjá hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Eydís fjallar meðal annars um að vinna sig út úr áföllum á þessari plötu.
EP platan er í heild sinni komin út á Spotify. Líkt og síðasta plata Eydísar kemur hún út hjá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records.