Spáin var kynnt á kynningarfundi ÍTF í dag. Því er spáð að Víkingar verji Íslandsmeistaratitil sinn en þeir fengu 367 stig í spánni, aðeins þremur stigum meira en Breiðablik sem spáð er 2. sæti.
Valsmönnum er svo spáð 3. sætinu sem getur mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni.
KR, FH og Stjarnan munu svo einnig vera með í hópi sex efstu liðanna sem spila í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt að loknum 22 umferðum, samkvæmt spánni.
Nýliðar Fram fengu afgerandi kosningu í neðsta sæti deildarinnar en Keflavík er einnig spáð falli á meðan að nýliðar ÍBV halda sér uppi samkvæmt spánni.
Spáin fyrir Bestu deild karla 2022
1 |
Víkingur R. |
367 |
2 |
Breiðablik |
364 |
3 |
Valur |
334 |
4 |
KR |
316 |
5 |
FH |
299 |
6 |
Stjarnan |
223 |
7 |
KA |
207 |
8 |
Leiknir R. |
160 |
9 |
ÍA |
120 |
10 |
ÍBV |
112 |
11 |
Keflavík |
82 |
12 |
Fram |
68 |