Mercedes-Benz keyrði Vision EQXX yfir 1000 km á einni hleðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. apríl 2022 07:01 Mercedes-Benz EQXX hugmyndabíll. Mercedes-Benz hefur nú ekið hugmyndabíl sínum, Vision EQXX yfir eitt þúsund kílómetra á einni hleðslu og átti bíllinn um 140 kílómetra eftir af drægni þegar 1000 kílómetra múrinn var rofinn. Mercedes-Benz hefur haft það að markmiði að framleiða skilvirkasta rafbílinn og þann rafbíl sem hefur mesta drægni. Nýjasta tilraunin, MissionXX er hugsuð til þess að sanna að framleiðandinn geti smíðað stallbak með muni fara næstum tvisvar sinnum lengra en Tesla Model 3 í Long Range útgáfu á einni hleðslu með sömu stærð af rafhlöðu. Myndband af YouTube-rásinni CarWow. Mercedes hefur ekki látið uppi hversu stór rafhlaða er í Vision EQXX en hefur þó sagt að hann sé með um 100 kWh af nýtanlegri orku. Samkvæmt Mercedes var 1000 km múrinn rofinn í venjulegri umferð á hefðbundnum vegum. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Bíllinn var hannaður með skilvirkni í huga frá upphafi. Hann er talsvert betur hannaður með tilliti til loftflæðis en aðrir bílar á markaðnum í dag. Loftmóttstöðustuðull VisionEQXX er 0,17 sem er talsvert betra en það næst besta, sem eru Mercedes EQS og Tesla Model S sem eru með 0,20. Vistvænir bílar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent
Mercedes-Benz hefur haft það að markmiði að framleiða skilvirkasta rafbílinn og þann rafbíl sem hefur mesta drægni. Nýjasta tilraunin, MissionXX er hugsuð til þess að sanna að framleiðandinn geti smíðað stallbak með muni fara næstum tvisvar sinnum lengra en Tesla Model 3 í Long Range útgáfu á einni hleðslu með sömu stærð af rafhlöðu. Myndband af YouTube-rásinni CarWow. Mercedes hefur ekki látið uppi hversu stór rafhlaða er í Vision EQXX en hefur þó sagt að hann sé með um 100 kWh af nýtanlegri orku. Samkvæmt Mercedes var 1000 km múrinn rofinn í venjulegri umferð á hefðbundnum vegum. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Bíllinn var hannaður með skilvirkni í huga frá upphafi. Hann er talsvert betur hannaður með tilliti til loftflæðis en aðrir bílar á markaðnum í dag. Loftmóttstöðustuðull VisionEQXX er 0,17 sem er talsvert betra en það næst besta, sem eru Mercedes EQS og Tesla Model S sem eru með 0,20.
Vistvænir bílar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent