Þolendur ofbeldis þurfa að þroskast hratt Steinar Fjeldsted skrifar 24. apríl 2022 16:31 Ljósmynd: Anna Karen Richardson Nýja, Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown hefur gefið út sitt fyrsta lag, Villain Origin Story. Lagið er fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar og jafnframt fyrsta útgefna lagið af fyrstu plötu sveitarinnar, sem væntanleg er í haust. Villain Origin Story er rétt tæplega fjögurra mínútna langt poppað rokklag. Textinn lýsir því hve hratt þolendur ofbeldis þurfa að þroskast og falskri mynd ævintýra um draumaprins. plötuumslag: Auður Pálmadóttir Tónlist hljómsveitarinnar er innblásin af verkum fjölmargra sveita sem nutu töluverðra vinsælda um aldamótin og undir lok síðustu aldar. Til dæmis Cranberries og Paramore svo fátt eitt sé nefnt. Tragically Unknown samanstendur af Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Hljómsveitin var stofnuð í október 2021 og vinnur nú að upptökum á tíu laga plötu. Helena og Þórgnýr búa að nokkurri fyrri reynslu af tónlist. Helena er með miðstigs gráður í klassískum söng, píanó og tónmennt, vinnur að framhaldsprófi í klassískum söng og er helmingur popp dúettsins Heró. Þórgnýr hefur gefið út raftónlist undir listamannsnafninu Thorgnyr. Öll tónlist og allir textar eru frumsamdir af meðlimum hljómsveitarinnar. Instagram / TikTok Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Lagið er fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar og jafnframt fyrsta útgefna lagið af fyrstu plötu sveitarinnar, sem væntanleg er í haust. Villain Origin Story er rétt tæplega fjögurra mínútna langt poppað rokklag. Textinn lýsir því hve hratt þolendur ofbeldis þurfa að þroskast og falskri mynd ævintýra um draumaprins. plötuumslag: Auður Pálmadóttir Tónlist hljómsveitarinnar er innblásin af verkum fjölmargra sveita sem nutu töluverðra vinsælda um aldamótin og undir lok síðustu aldar. Til dæmis Cranberries og Paramore svo fátt eitt sé nefnt. Tragically Unknown samanstendur af Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Hljómsveitin var stofnuð í október 2021 og vinnur nú að upptökum á tíu laga plötu. Helena og Þórgnýr búa að nokkurri fyrri reynslu af tónlist. Helena er með miðstigs gráður í klassískum söng, píanó og tónmennt, vinnur að framhaldsprófi í klassískum söng og er helmingur popp dúettsins Heró. Þórgnýr hefur gefið út raftónlist undir listamannsnafninu Thorgnyr. Öll tónlist og allir textar eru frumsamdir af meðlimum hljómsveitarinnar. Instagram / TikTok Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið