Handbolti

Sjáðu skotið sem sendi KA í sumarfrí eftir hádramatík

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafur Ægir Ólafsson rekur upp siguröskur en KA-menn eru hnípnir eftir að lokaflautið gall á Ásvöllum í gærkvöld.
Ólafur Ægir Ólafsson rekur upp siguröskur en KA-menn eru hnípnir eftir að lokaflautið gall á Ásvöllum í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Dramatíkin var alls ráðandi í öllu einvígi Hauka og KA í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta og úrslitin réðust að lokum á síðasta skoti, á síðustu sekúndu.

Hér að neðan má sjá lokasókn KA-manna sem var vel heppnuð og endaði með skoti á lokasekúndunni, frá Einari Birgi Stefánssyni af línunni, en boltinn fór framhjá.

Klippa: Lokatilraun KA og fögnuður Hauka

KA-menn voru því aðeins marki frá því að tryggja sér framlengingu en Haukar unnu 31-30. Allir leikir einvígisins enduðu með eins marks mun því áður hafði KA unnið 30-29 sigur á Ásvöllum en Haukar svarað með 23-22 sigri í KA-heimilinu.

Það verða því Haukar sem mæta ÍBV í undanúrslitunum sem hefjast á sunnudaginn, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikurinn er á Ásvöllum og hefst klukkan 18.

KA-menn, sem enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar, eru aftur á móti farnir í sumarfrí.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×