Sjáðu mark Gísla sem fór langt með að tryggja Magdeburg fyrsta titilinn í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 13:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur leikið einkar vel með Magdeburg upp á síðkastið. getty/Martin Rose Magdeburg steig risastórt skref í átt að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli síðan 2001 með naumum sigri á Füchse Berlin, 28-27, í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Magdeburg. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið. Þýski handboltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið.
Þýski handboltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira