Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig Árni Jóhannsson skrifar 2. maí 2022 21:40 Guðmundur fagnar marki sínu. Vísir/Vilhelm „Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15